Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Takk fyrir stuðningin

Árangur okkar Framsóknarmanna hér í Suðurkjördæmi var frábær. Í fylgiskönnunum sem fylgdu fjölmiðlaumfjöllun/borgarafundi um kjördæmið var okkur spáð 14.5%. Það kom okkur, jafnt frambjóðendum sem og þeim sem voru að vinna með okkur á óvart. Okkur fannst meiri hljómgrunnur fyrir okkar stefnu. Fyrir lausnum Framsóknarflokksins. Á kjördag skilaði 20% fylgi sér upp úr kjörkössunum! Hafið kæra þökk fyrir. Bæði þeir sem unnu með okkur vinnuna sem tengist kosningum, en líka allir þeir sem fylktu sér að baki okkur frambjóðendum. Það er nú okkar að halda áfram að benda á leiðir út úr kreppunni. Það er okkar að berjast fyrir þjóðina. Það munum við gera.

Gerir gæfumuninn??!!

Nú er nauðsynlegt að stjórnvöld sýni vilja sinn í verki. Gagnsæ upplýsingagjöf og raunverulegar aðgerðir.  Opna leyniskýrslurnar Samfylking og Vinstri-Grænir - fyrir kosningar -strax í dag.

Nú þarf að birta skýrsluna um stöðu bankanna. Er það 70% en ekki 50% lána sem verða afskrifuð og ekki færð inn í nýju bankanna. Er það ,,einungis" 2000 milljarðar sem eftir standa af 14þúsog400milljörðum.  - Er staðan enn alvarlegri en við Framsóknarmenn höfum óttast. Er kerfishrun óhjákvæmilegt framundan.

Hvar eru raunverulegar aðgerðir. Lækkun höfuðstóls lána. Raunverulegar aðgerðir í að koma bönkunum á fót aftur. Lækkun okurvaxta, lækkun stýrisvaxta og styrking gengis.

Svona smáskammtalækningar duga hvergi.

20% Leiðréttingu lána strax. - XB - FYRIR OKKUR ÖLL


mbl.is Dráttarvextir lækka um 1,5 prósentustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna og stefnuleysi

Á síðustu dögum hefur verið að koma í ljós að hvorki VG né Samfylking hafa atvinnuuppbyggingu sem helstu stefnumál sín. Þrátt fyrir að 20 þúsund mann séu atvinnulaus. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið mest um 15%.  Yfirlýsingar umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra síðustu sólarhringa afhjúpa gjá milli flokkanna. Einnig stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu.

Vinstri-Grænir eru á móti uppbyggingu í Helguvík  (Reyndar allri atvinnuuppbyggingu sem orðin ,,stór" eða ,,virkjun" koma fram í) Samfylkingin samkvæmt Össuri er á móti álveri Bakka við Húsavík. Báðir flokkar stefna að því að leggja sjávarútveg eins og við þekkjum hann í rúst.

Framsóknarflokkurinn vill áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík. Framsókn vill efla starfsemi Keilis og fyrrum varnarsvæðis. Þá vill Framsókn flytja Landhelgisgæsluna á Suðurnes. Framsókn vill einnig stuðla að uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu sem byggi á náttúru auðlindum og mannauði . Fyrst og fremst vill Framsóknarflokkurinn endurreisa eðlilegt rekstrar umhverfi heimila og fyrirtækja. Fyrir okkur öll. X við B þýðir atvinnuuppbyggingu og endurreisn. XB 


mbl.is Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg frétt

Garðyrkjubændur hafa ekki verið að tala um að fá rafmagn á stóriðjutaxta. Það er eðlilegt eins og kemur fram í fréttinni að stóriðjan sé með sér taxta. Vegna samfelldrar notkunar og lengd samnings.

Málið hefur snúist um tvennt  - annars vegar að skilgreina garðyrkjuna sem stórnotenda (sem hún er - ein garðyrkjustöð notar jafn mikið rafmagn og Eyrarbakki og Stokkseyri til samans). Og hinsvegar varðandi flutningskostnað að selja á dreifbýlistaxta þar sem þéttbýlistaxti miðar við 200 íbúa. En ætti auðvitað að miða við magn af rafmagni en ekki íbúafjölda.

Bændur eru ábyrgir og sanngjarnir. Sauðfjár- og kúabændur sýndu samfélagslega ábyrgð með því taka á sig skerðingu næstu 3 árin. Ríkisvaldið þyrfti að sýna vilja í verki og ábyrgð gagnvart uppbyggingu grænnar stóriðju.


mbl.is Ekki líku saman að jafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósin slökkt. Steingrímur Joð máttlaus.

Það eru graf alvarleg tíðindi að ríkistjórn Vinstri-Grænna og Samfylkingar hyggist ekkert gera til að koma í veg fyrir fimmföldun á flutningsverði raforku.

Hvar eru nú yfirlýsingar Steingríms Joð og stefna VG um grænu stóriðjuna? Hvar eru yfirlýsingar Samfylkingar og Össurar iðnarráðherra um nýsköpun og 6000 störf?

Hér í Hrunamannahreppi eru yfir 100 ársverk í garðyrkju. Garðyrkjan er hin græna stóriðja. Lýsing í gróðurhúsum er nýsköpun sem garðyrkjubændur fóru út í. Afraksturinn er að við neytendur fáum íslenskar garðyrkjuafurða allt árið. Góðar og heilnæmar vörur á góðu verði. Augljóst er að garðyrkjan getur ekki og vill ekki velta þessari hækkun út í verðlagið með þar af með fylgjandi hækkun vísitölu.

Hvar eru nú yfirlýsingar ríkistjórnar um velferðarbrú, stefnan að byggja upp - fjölga störfum- verja landbúnaðinn?

Það eru máttlaus rök að halda því fram að ekkert sé hægt að gera. Ein garðyrkjustöð á Flúðum notar meira rafmagn en  öll heimili á Eyrarbakka og Stokkseyri til saman!!Rafmagnið er afhent í einum kapli á einn stað. En í hinu tilvikinu er rafmagnið afhent í 300-400 hús. Það er skrýtið kerfi sem verðleggur flutningskostnaðinn hærri til þessa eina stórnotenda. Það eru máttlaus rök að ekkert sé hægt að gera. 

Aðgerðir strax - fyrir okkur öll

 

 

 


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sókn gegn atvinnuleysi

Í ferð minni um Suðurnesin í gær fór ég m.a um Ásbrúar svæðið. Hitti Hjálmar Árnason og kynnti mér Keili ehf. Möguleikarnir eru miklir að byggja upp þekkingarþorp sem á engan sinn líka á Íslandi. Með 2000 íbúða byggð (6000 manns) með öllu tilheyrandi, leikskóla,grunn- og framhaldsskólum, heilsugæslu, sjúkrahúsi osfr.  er til grunnur að byggja á. Og það er sannanlega verið að gera.

Keilir ehf. með sína Háskólabrú, flugklasa, heilsuklasa og orkuklasa - sem tengist fréttinni - eru dæmi um stórkostlega möguleika að nota menntun sem leið út úr atvinnuleysi og kreppu.  Og það er ekki vanþörf á á Suðurnesjum. Hvergi á landinu er meira atvinnuleysi u.þ.b. 15%.

Sókn er besta vörnin það á ekki síst við í þessu máli. Til hamingju Suðurnesjamenn og allir þeir sem að málinu komu. 


mbl.is Orkuvísindarannsóknir fá aðsetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaður og Samfylking fara ekki saman

Grein birt 10. apríl á www.sunnlendingur.is  

Eftir lestur greinar eins af forystumönnum Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar í Morgunblaðinu 27. mars sl. varð ég hugsi. Það var eins og eitthvað hefði farið fram hjá mér síðastliðin misseri. Ekki vissi ég að Ísland hefði nú þegar gert alþjóðasamninga þar sem núverandi styrkjakerfi íslensks landbúnaðar stæðist ekki þær skuldbindingar sem við höfum gert. Samkvæmt Árna Páli verður að draga saman stuðning við íslenskan landbúnað um meira en helming við gildistöku þessa nýja samnings um milliríkjaviðskipti. Ekki var mér það heldur ljóst. Auðvitað get ég afsakað vanþekkingu mína á slíkum samningum með því að vera nýr í framboði. En það er einmitt út af svona hlutum sem ég er í pólitík. Til að hafa áhrif.Mig grunar að þetta sé óskhyggja Samfylkingarmannsins. Ég vona að það standi enn yfir samningaviðræður. Samningaviðræður sem ekki sjái enn í land með. Viðræður sem segja má um ,,að veldur hver á heldur”. Hér þarf örugglega að upplýsa fleiri en mig – eða kannski Samfylkingin geti upplýst bændur um það hvernig samningum hún vilji ná. Samningum sem munu kollvarpa núverandi fyrirkomulagi í íslenskum landbúnaði á næstunni?  Er það liður í uppbyggingu byggða og fjölgun starfa?

Ríkisstjórn VG og Samfylkingar á leið í ESB. Á síðustu dögum hafa Vinstri-Grænir og Samfylking opinberað ásetning um áframhaldandi samstarf. Samstarf, þar sem ESB-málið verður leyst að þeirra sögn. Á að taka upp landbúnaðarstefnu ESB? Er það eitt af leynisamkomulögum vinstri flokkanna sem munu opinberast eftir kosningar?Ekki þarf að eyða mörgum orðum á þá blindu ást sem Samfylkingin hefur á Evrópusambandsaðild. Jafnvel sjá þeir rök fyrir því að innganga í ESB myndi, strax á morgun, styrkja sveitir landsins og íslenskan landbúnað. Ég er í raun ánægður með að Samfylkingin setji fram rök. Hún ætti því ekki að skella skollaeyrum við mótrökum. Mótrökum sem byggja á staðreyndum og reynslu. Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að skapa sterkari landbúnað með því að endurheimta votlendi þó að Árni Páll haldi því fram. Endurheimt votlendis mun ekki styrkja byggðir og fjölga störfum eins og Árni Páll vill meina. Stór hluti túnræktar og kornræktar er í dag á landi sem hefur verið framræst. Endurheimt votlendis á ákveðnum svæðum getur hinsvegar endurskapað fuglalíf og búsvæði votlendisgróðurs. Og á þannig fyllilega rétt á sér. Endurheimt votlendis fjölgar því fuglum -ekki fólki, styrkir votlendisvistkerfi- en ekki landbúnað.

Fæðuöryggi og markmið þjóða heimsins. Ég hef óbilandi trú á íslenskum landbúnaði og landbúnaðarafurðum. Með því að vinna að framgangi hans er einnig verið að vinna að velferð þjóðarinnar. Að geta haft tryggilegt framboð af fæðu á hverjum tíma og matvælaöryggi í fyrirrúmi eru rök sem jafnvel Samfylkingin notar. En hvernig nálgumst við það? Samkvæmt FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) verður sjálfbært fæðuöryggi þjóðar að byggja á varanlegum birgðum að nægjanlegri fæðu, markaðsvirkni og því að öllum heimilum sé kleift að nýta heimafengin mat og/eða hafa nægjanlegar tekjur til að fæða fjölskylduna. Í þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að fæðuöryggi þjóðanna verði ekki náð nema til komi traust efnahagslíf. Það er sorglegt, en staðreynd, að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru vegna þróunarlandanna skuli einnig eiga við á Íslandi.

Fagurgali Samfylkingar mót staðreyndum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt hvernig hægt er að nota útflutning landbúnaðarafurða sem rök fyrir inngöngu í ESB. Hér þarf að forgangsraða og byrja á því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og styrkja íslenskt atvinnulíf áður en sóknin er sett í útflutning. Þegar því er náð þá er ég sammála forystumanni Samfylkingarinnar um að tækifæri íslensks landbúnaðar séu miklir. Og með heilnæmi og hreinleika afurðanna í huga eru sóknarfærin mikil og liggja m.a. í útflutningi. - En bara þá.


Atvinnuleysi meira á Íslandi

Á Íslandi þar sem markmið okkar hefur ævinlega verið að halda atvinnuleysinu í lágmarki er atvinnuleysið 10.5%.  Sem svarar til yfir 18 þúsund manna. Enn eru aðgerðir Samfylkingar og Vinstri Grænna of litlar, koma of seint og gera of lítið gagn. Við Þurfum róttækar lausnir. Lausnir sem snúa ofan af kreppunni og koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný.

Birti hér grein sem er samstofna greinum sem birtust í Dagskránni á suðurlandi í fyrradag og á vefútgáfu Víkurfrétta á suðurnesjum. Grein sem segir okkur að við verðum að grípa til aðgerða strax.

Réttlátar lausnir - fyrir okkur öll

Það var ekki bjartsýni sem fylgdi manni út í vorið eftir að hafa horft á Silfur Egils á sunnudaginn var . Þekktir erlendir sérfræðingar Michael Hudson og John Perkins voru þar í viðtali og ræddu um stríðið við Ísland. Efnahagsárásina sem erlendir fjármagnseigendur- óligarkar-  í stóru löndunum, Bandaríkjum, Bretlandi og Evrópusambandinu, hefðu gert á Ísland til að komast yfir auðlindir okkar. Árás sem íslenskir bankamenn studdu dyggilega með framferði sínu. Árásarmenn  sem fengu að athafna sig í friði fyrir íslenskum stjórnvöldum. Hudson þessi hefur jafnframt skrifað greinar sem birst hafa í Fréttablaðinu og hafa vakið verðskuldaða athygli. Þar vekur hann máls á að nauðsynlegt sé að lækka höfuðstól skulda.  Leið sem Obama stjórnin í Bandaríkjunum sé að fara til að koma á stöðugleika og forðast dýpri kreppu. Leið sem fleiri ríki eru að fara til þess að heimili og fyrirtæki geti staðið í skilum.

Afneitun Samfylkingar og Vinstri-Grænna

Hér á landi neitar minnihluta ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna að skoða tillögur Framsóknarmanna um leiðréttingu vísitölu og niðurfærslu höfuðstóls skulda. Sem sagt,  sömu leið og fara á í Bandaríkjunum og víðar. Og það þrátt fyrir að hérlendis bætist við hið séríslenska óréttlæti,  verðtryggingin. Verðtryggingin gerir skuldirnar á Íslandi enn óréttlátari gagnvart hinum almenna borgara. Verðtryggingin gerir það að verkum að við verðum að taka almennt á vandanum. Hér duga engin vettlingatök. Við verðum að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja með róttækum hætti. Ekki bíða eftir að fólk komist í þrot og sæki um greiðsluaðlögun til ríkisins og fái tilsjónarmann og framlengingu skulda.

Aðgerðir strax- við höfum til þess óvenjulega góðar aðstæður þar sem erlendir fjármagnseigendur,  þeir sömu og réðust á okkur verða að afskrifa stærsta hluta krafna sinna. Afskriftin verður u.þ.b. 50% á þau lán sem færast úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Við erum ekki að tala um hin vonlausu lán íslensku óligarkanna - útrásarvíkinganna  - þar verður afskriftin sennilega nær 98-99% og fellur öll á gömlu bankanna.

Lausnir

Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram tillögur að lausnum í 18 liðum. Þar er ein hugmyndin 20% leiðrétting á .þeim skuldum sem nýju bankarnir yfirtaka. Réttlát lausn sem setur alla venjulega skuldara jafna fyrir þeirri efnahagárás sem við höfum orðið fyrir. Enginn kostnaður fellur á Ríkið - okkur, ef við förum þessa réttlætisleið. Hugmyndin er að hluti afskriftanna, sem erlendir kröfuhafar hafa afskrifað, gangi til skuldaranna en ekki öll til nýju bankanna.  Sjá nánar á www. framsókn.is 

 

 


mbl.is 7,3 prósent atvinnuleysi OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisumbætur

Við Framsóknarmenn höfum barist fyrir umbótum á stjórnarskránni í langan tíma. Að koma ákvæði um þjóðareign á auðlindum, skerpa á aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ráherrar gegni ekki þingmennsku og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu séu auknar,  til að nefna nokkra þætti.

En á Alþingi eru alltaf einhverjir sem eru í pólitískum leik og vilja ekki að lýðræðið þýði,  að valdið sé fært beint til almennings.

Birti hér á eftir grein sem birtist fyrst í Sunnlenska fréttablaðinu í gær.

Lýðræði - fyrir okkur öll

Í janúar síðastliðnum þegar þjóðfélagið var á suðupunkti hélt Framsóknarflokkurinn sitt flokksþing. Þar var kosin ný forysta. Þar var gert upp við liðna tíma, þar var stefnan sett á nýja tíma með gömlum gildum. Gildum sem gleymdust í Hrunadansi hins svokallaða ,,íslenska efnahagsundurs". Dansi sem reyndist vera lokadans frjálshyggjunnar. Lokadans þess tíma að lokaðir hópar útvaldra færu með allt vald. Bæði í heimi viðskipta og stjórnmála.

Nýir tímar - stjórnlagaþing

Það var í janúar að Framsóknarflokkurinn bauð þjóðinni til nýrra tíma þar sem þjóðin fengi að tala og stjórnmálamenn að hlusta. Það var Framsókn sem lagði til að efnt yrði til stjórnlagaþings þar sem þjóðin kysi beint fulltrúa sína til að semja nýja stjórnarskrá. Nýja lýðræðislega og nútímalega stjórnarskrá sem lögð yrði fyrir dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.

Vilja ekki missa valdið

Sjálfstæðismenn hafa valið sér þá sérkennilegu stöðu að berjast gegn þjóðinni. Halda uppi málþófi gegn því að þjóðin sjálf fái að velja fulltrúa og kjósa um stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rök þeirra eru kostnaður! Það er sérkennilegt að heyra þá nefna tölu uppá 2 milljarða (sem er í reynd ca. 250 miljónir ef farin er leið Framsóknar) - sömu mennina sem ekki þurftu langan tíma til umhugsunar eða umræðu í október síðastliðnum  þegar ákveðið var af þáverandi ríkisstjórn að setja allt að 25 milljarða í sjóð 9 hjá Glitni  og yfir 200 milljarða í peningamarkaðssjóðina! Ef farin verður leið Framsóknarmanna verður kosið samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum til stjórnlagaþingsins. - ein málþófs rökin voru, að sú leið væri ekki nógu góð - fólkið myndi rugla saman kosningum til stjórnlagaþings og sveitarstjórna!

Lýðræði kostar

Við Framsóknarmenn treystum fólkinu í landinu. Lýðræði kostar,  samkvæmt áðurnefndri tillögu okkar Framsóknarmanna kostar stjórnlagaþingið u.þ.b. 800 kr. á íbúa eða 250 milljónir. Hvaða íbúi heimsins, sem býr við misrétti, kúgun, ójafnræði  væri ekki til að greiða 800 kr.- fyrir lýðræðið.

Það var líka Framsóknarflokkurinn sem leysti stjórnarkreppu hinnar aðgerðalausu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Framsókn bauðst til  að verja hlutleysi, minnihlutastjórn sem ætti að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja. - Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna sem hefur því miður ekki valdið því hlutverki.

Enn hefur engri skjaldborg verið slegið upp kringum heimilin hvað þá fyrirtækin. Þrátt fyrir mikinn fagurgala talsmanna flokkanna. Enn eykst atvinnuleysið og gjaldþrotum snarfjölgar.

Hugmyndir að lausnum

Það er því þörf á skjótum lausnum. Það er veruleg þörf fyrir Framsókn - fyrir okkur öll.

Framsóknarflokkurinn leysti upp stjórnleysi Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Við komum á stöðugleika í þjóðfélaginu með stuðningi við minnihlutastjórnina sem því miður hefur ekki nýtt tækifærið til að verja heimilin og fyrirtækin. Kosningarnar 25 apríl eru til komnar vegna okkar kröfu. Stjórnlagaþingið þar sem þjóðin fær valdið til að  semja nýja stjórnarskrá án afskipta flokksræðisins er í boði Framsóknarmanna - fyrir okkur öll.

Sigurður Ingi Jóhannsson skipar 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

 


Smáskammtalækningar

Hvenær verður tímabært að mati seðlabankastjóra að grípa til raunverulegra aðgerða? Aðgerða sem gera heimilum og fyrirtækjum gagn.

Er verið að vinna í að gefa Lífeyrisjóðum heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti? Er verið að semja við erlenda eigendur krónubréfa-jöklabréfa? Er unnið að því að setja á fót uppboðsmarkað með krónur? Þar gætu Lífeyrissjóðirnir flutt heim fjármuni á hagkvæman hátt. Fjármuni sem nýtast gætu í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. - þetta eru nokkrar að efnahagstillögum Framsóknar sem voru kynntar minnihlutaríkistjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna í febrúar!! Nú eru liðnar 6 vikur og enn gerist lítið.

 Við þurfum róttækar aðgerðir strax. - sjá nánar www.framsokn.is


mbl.is Ekki tímabært að draga úr höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband