Ljósin slökkt. Steingrímur Joð máttlaus.

Það eru graf alvarleg tíðindi að ríkistjórn Vinstri-Grænna og Samfylkingar hyggist ekkert gera til að koma í veg fyrir fimmföldun á flutningsverði raforku.

Hvar eru nú yfirlýsingar Steingríms Joð og stefna VG um grænu stóriðjuna? Hvar eru yfirlýsingar Samfylkingar og Össurar iðnarráðherra um nýsköpun og 6000 störf?

Hér í Hrunamannahreppi eru yfir 100 ársverk í garðyrkju. Garðyrkjan er hin græna stóriðja. Lýsing í gróðurhúsum er nýsköpun sem garðyrkjubændur fóru út í. Afraksturinn er að við neytendur fáum íslenskar garðyrkjuafurða allt árið. Góðar og heilnæmar vörur á góðu verði. Augljóst er að garðyrkjan getur ekki og vill ekki velta þessari hækkun út í verðlagið með þar af með fylgjandi hækkun vísitölu.

Hvar eru nú yfirlýsingar ríkistjórnar um velferðarbrú, stefnan að byggja upp - fjölga störfum- verja landbúnaðinn?

Það eru máttlaus rök að halda því fram að ekkert sé hægt að gera. Ein garðyrkjustöð á Flúðum notar meira rafmagn en  öll heimili á Eyrarbakka og Stokkseyri til saman!!Rafmagnið er afhent í einum kapli á einn stað. En í hinu tilvikinu er rafmagnið afhent í 300-400 hús. Það er skrýtið kerfi sem verðleggur flutningskostnaðinn hærri til þessa eina stórnotenda. Það eru máttlaus rök að ekkert sé hægt að gera. 

Aðgerðir strax - fyrir okkur öll

 

 

 


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

VG eru fljótir að gleyma sbr það að Steingrímur var á móti því að leyfa sölu á bjór en nefnir nú bjórverksmiðjur sem dæmi um jákvæða nýsköpun í atvinnulífinu !!

Sammála því að það þarf að hlúa að atvinnurekstri í dreifbýli þar sem auðlindir landsins eru nýttar eins og á Flúðum. Það þarf líka að standa vörð um að ríkið sölsi ekki undir sig allar auðlindir sbr áformaðar stjórnarskrárbreytingar um að allar auðlindir séu í þjóðareign. Þá gæti verið stutt í að ríkið færi að skattleggja hitaveitur, takamarka nýtingarheimildir bænda, sveitarfélaga og landeigenda á heitu vatni o.s.frv.

Hafa garðyrkjubændur ekki velt því fyrir sér að framleiða rafmagn með varmaorku? 

Þorsteinn Sverrisson, 19.4.2009 kl. 21:23

2 identicon

Þú ferð mikinn núna og ekki nema von stutt í kosningar og útkoman ekki góð hjá ykkur.Hlátur

Ef ég hef skilið fréttirnar rétt þá var þessi hækkun samþykkt í Desember á síðasta ári og ég man nú ekki eftir því að þið hafið farið hamförum þá.

Mér hefur alltaf þótt það skrýtið að garðyrkjubændur skuli ekki njóta sömu kjara og stóriðjan en það er kannski mál sem þú þekkir betur.

Frammsóknarflokkurinn sá um Iðnaðarráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið í hart nær tólf ár og ekki var ég var við að þar færu aðilar sem gættu sérstaklega hagsmuna garðyrkjubænda,sumir þessara ráðherra dönsuðu sig sveitta í kringum gullkálf útrásarglæpamannanna.Bófi

Varðandi auðlindir þessa lands þá er það sjálfsagt að þjóðin eigi þær því ekki hafa arðræningjarnir getað gætt þeirra sem skyldi.

Við skulum leyfa kosningunum að fara framm og sjá hvort að Steingrímur hressist ekki og komi framm við garðyrkjubændur af sama drengskap og við aðra.

kveðja

Viðar Magnússon 

vinstri rauður

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Assgoti stóðstu þig vel Ingi

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 21:57

4 identicon

Sæll

 Ég verð nú bara að segja eins og er að þú komst vel frá fundinum í gær þó að ég hafi verið þér ósammála í flestu,en ekki öllu

Varðandi rafmagnið þá fullyrtir þú að það þyrfti bara reglugerðarbreytingu til að laga þessi mál fyrir garðyrkjubændur og ég spyr er það satt ??

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband