Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Lífeyrissjóðir

Í umræðu, á Alþingi í vikunni, um stöðu lífeyrissjóðanna kom fram að við stæðum nokkurn veginn jafnfætis norðmönnum þegar kæmi að lífeyrissjóðsréttindum og værum eitt af 3-4 best stöddu ríkjum heims hvað lífeyrismál varðaði. Þeirra framtíð byggist á gegnumstreymis kerfi og olíusjóðinum svokallaða. Okkar kerfi byggist hinsvegar á uppsöfnunarkerfi. Þar fyrir utan erum við almannatryggingakerfið og séreignasparnaðinn.

Þrátt fyrir verulegt tap (og ámælisvert uppá tæpa 400 milljarða jafnvel tæpa 500) þá er staða okkar góð - eignir um 2000 milljarðar og árlegar innborganir í kerfið til fjárfestinga um 120 milljarðar. Til samanburðar voru eignirnar nánast engar upp úr 1980 þegar verðbólga áttunda áratugarins hafði þurrkað ut lífeyrisinngreiður sjóðsfélaga á fyrsta áratug lífeyriskerfisins.

Er þá ekkert að? Jú vissulega en það ber að varast að nota tækifærið og kollvarpa núverandi kerfi. Tillögur um að færa allt í einn sjóð - jafnvel í gegnumstreymiskerfi - undir stjórn eins ríkisforstjóra - jafnvel Seðlabankaskúffu - hljóma ekki vel í mínum eyrum - við þurfum að hafa eggin í fleiri körfum - dreifa áhættunni - tryggja félagsleg réttindi fólks og byggja upp sparnað.

1.- Mín skoðun er sú að kerfið þurfi að standa á þremur fótum. Í fyrstalagi - almannatryggingarkerfi á vegum ríkisins sem tekur á sínar hendur þá sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu eða falla út af því snemma á lífsleiðinni. Þetta verður grunnstoð sem á að tryggja viðunandi framfærslu fólks.

Í öðru lagi eru almennu og opinberru sjóðirnir sem safna lífeyrisréttindum fólks sem þá getur notið síns eigin uppsöfnunar. Hér þarf fyrst og fremst að lagfæra tekjutengingar sem hafa eyðilagt kerfið. Einnig er rétt að minnast þess að í raun hafa sjóðirnir einungis safnað fé í 30 ár þe. frá setningu svokallaðra Ólafslaga - sumir mun skemur þar sem ekki er langt síðan að inngreiðslur í lífeyrissjóði var skyldaður.

Í þriðja lagi séreignasparnaður - því það er nauðsynlegt að þjóðin gerist "norskari eða þýskari" í þeirri merkingu að mun betra sé að eiga fyrir hlutunum en taka þá að láni og skuldsetja sig í botn.

Sérstaklega þarf að fara yfir mörkin milli almannatryggingakerfisins og almennu/opinberru sjóðanna- hvaða réttindi hvor tryggir og hvenær almennu/opinberru sjóðirnir taki við.

2.- Annað mál sem þarf að taka á er stjórnun sjóðanna og fjöldi. Ekkert vit er að mínu mati að hafa einn eða 2-3. Kannski er nóg að þeir séu 6? 8? 10?- rúmlega 30 virðist ofrausn. Þeir kostir sem vissulega eru að hafa atvinnurekendur og verkalýðsforkólfa í stjórnum sjóðanna eru að mínu mati algjörlega núllaðir út af lýðræðishallanum sem fylgir því að félagsmenn kjósi ekki sína stjórnendur - einnig er ábyrgð vafasöm. Í því sambandi er rétt að benda á að þótt engin rekstrarlegur munur hafi verið á sjóðum sem kosnir voru af sjóðsfélögum (jafnmikið tap ef ekki meira) og hinum er rétt að minnast þeirrar staðreyndar að hjá þeim félögum (eins og verkfræðingalífeyrissj.) hafa allir axlað ábyrgð og nýjir aðilar komu strax í stjórn. Einnig er veruleg áhætta fólgin í samþjöppun valds ef fáir (jafnvel enn verra ef sjóðum fækkar) atvinnurekendur og verkalýðsforkólfar sitja bæði að stjórnum stærstu fyrirtækja, samtaka atvinnulífs og launþega ásamt því að sitja að 2000 milljarða sjóði landsmanna.

Þess vegna tel ég rétt að sjóðunum fækki og þeim verði kosin stjórn af sjóðsfélögum ( hægt væri að kjósa þess vegna reynda rekstrarmenn og stjórnendur en þeir væru kosnir af sjóðsfélögum).

3.- Þriðja atriðið er fjárfestingastefna sjóðanna - hana þarf að skerpa - minnka áhættu - evt lækka ávöxtunarkröfu úr 3.5% sem virðist hafa áhættusækni í för með sér - og er erfitt að ná áratugum saman - einnig er ljóst að verulegum hluta þeirra árlegu 120 milljarða þarf að fjárfesta fyrir erlendis til að koma í veg fyrir eftirspurnarbólu og ofhitnun hagkerfisins innanlands. Þá má einnig skoða -(sérstaklega þessi misserin) fjárfestingar í innviðum íslensks samfélags (sem skila arði) t.d hlut í orkufyrirtækjum m.a. Landsvirkjun - nú þegar eru lífeyrissjóðirnir að kaupa hluti í HS-orku - einnig verkefnafjármögnun í orkugeiranum, samgöngum ofl. EN ÞESSA HLUTI ÞARF AÐ SKOÐA VEL ÁÐUR EN STOKKIÐ ER AF STAÐ.

4.- Fjórða skoðunarmálið er síðan klárlega að rannsaka til fullnustu lífeyrissjóðina. Alþingi samþykkti 63-0 tillögu þingmannanefndarinnar á að rannsaka beri lífeyrissjóðina. Innan forsætisnefndar Alþingis hefur málið verið til meðferða síðustu vikur. M.a. hefur það verið rætt með hvað hætti það væri best- ákveðið var að bíða eftir niðurstöðu þeirrar nefndar sem lífeyrissjóðirniur sjálfir settu á laggirnar. Nú liggur sú niðurstaða fyrir og mun nýtast þeirri rannsókn sem Alþingi mun setja af stað. Sú tillaga hefur komið fram að skipa eins manns rannsóknanefnd sem hafi allar fullnægjandi heimildir til að kalla menn fyrir og fá allar upplýsingar og nýta þannig bæði þá vinnu sem Rannsóknanefnd Alþingis sem og rannsókn lífeyrissjóðanna hafa skilað - sjálfum finnst mér það skynsamleg leið. Þá hafa nokkrir þingmenn þar á meðal Eygló Harðardóttir sem fyrsti flutningsmaður og Birkir Jón Jónsson, Siv Friðleifsdóttirog Vigdís Hauksdóttir ásamt fleirum flutt tillögu um skipan rannsóknarnefndar. Aðalatriðið og það mikilvægasta er að slík rannsókn fari fram og hafi allar heimildir á hreinu.

En mikilvægast af öllu er að ganga nú ekki eins og fílar í glerbúð og rústa öllu því sem við eigum. Skoðum misstökin, lærum og leiðréttum og höldum svo áfram á - vonandi - betri braut. 


mbl.is Norskur efnahagur góður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hliðin

Cameron forsætisráðherra Breta hefur rétt fyrir sér - það er ýmislegt hægt að læra af íslendingum - ekki síst hvað varðar jafnréttismál. En einnig ýmis önnur mál. Þá má einnig læra af því sem okkur hefur mistekist. 

 Í “ágætri peppgrein” sem Ólina Þorvarðardóttir stjórnarþingmaður í Samfylkingu ritar – og stjórnarliðar kætast við og endurbirta sem víðast í áróðursskyni – kemur fram ein hlið "sannleikans" - hægt er og má skyggnast undir og sjá annan sannleika Hér leyfi ég mér að birta nokkrar af staðhæfingum stjórnarþingmannsins ( ritaðar smátt) og síðan mín fyrstu viðbrögð – ( les ekki öll – ekki endilega þau réttustu – en fyrstu viðbrögð) - Halli ríkissjóðs hefur lækkað úr 216 millljörðum króna frá 2008 í 20 milljarða á yfirstandandi ári.-“Rétt”- Já en hvað með 47 milljarða óskrifaða skuld vegna lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna – eða ótilgreint tap vegna SpKef ofl
- Verðbólgan hefur lækkað úr 18% í 6%,- Frá hvaða tíma var (hvenær var hún 18%) –
og átti hún ekki að vera undir mörkum SÍ frá 2010??

- vextir hafa lækkað,
- já en er það nóg – enn eru okurvextir og stýrivextir SÍ miklu hærri en víðast annarsstaðar
- hagvöxtur er nú orðinn meiri hér en í OECD löndum (var 3-4% á síðasta ári, mun meiri en spáð hafði verið),-
já það er rétt ( enda alvarleg kreppa um alla heimsbyggð ekki síst í ESB löndum – en er ekki hagvöxturinn byggður á makrílveiðum ( sem enginn vissi að myndi ganga í íslenskri lögsögu með núverandi hætti og vegna þess að við ráðum okkur sjálf þá getum við veitt “eðlilegt magn” af makríl – og vegna kvótakerfisins þá getum við stýrt veiðum og hámarkað arðsemi með manneldisvinnslu – hinn hluti hagvaxtar er byggður á einkaneyslu /úttekt séreignasparnaðar) og kreditkorta1neyslu erlendis – með öðrum orðum – ekki sjálfbær – ekki byggður á aukinni framleiðslu.
- útflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri,-
en þyrftu að vera 60-80 milljörðum hærri svo krónan styrktist og við gætum greitt allar okkar skuldir
- vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður, - já en sama svar og fyrir ofan um 60-80 milljarðanna + sýnir styrk íslensku krónunnar

- vöxtur í ferðaþjónustu er sá mesti sem þekkist hérlendis,-
algjörlega rétt og sýnir styrk íslensku krónunnar og auglýsingaáhrif af eldgosum síðustu ára
- kaupmáttur hefur aukist,-
rétt og mun aukast enn meir með vaxandi útflutningi vegna íslensku krónunnar
- kjarasamningar hafa náðst,-
þökk sé samtökum atvinnulífs og verkalýðs – ekki er hægt að þakka ríkisstjórninni það því stjórnvöld hafa brotið nánast alla samninga við Así og SA
- skuldirnar lækka sem hlutfall af landsframleiðslu, - en við skuldum allan gjaldeyrisvaraforðann

- atvinnuleysið minnkar, -
allt alltof hægt – 6000-8000 þúsund flúið land – fólk dettur útaf atvinnuleysislistum vegna langtímaatvinnuleysi og færist yfir á skuldsett sveitarfélög – þá er ótalinn sá fjöldi sem sækir vinnu erlendir en býr hérlendis
- ráðstöfunartekjur hækka,-
vonandi rétt- en ég heyri ákaflega mismunandi sögur um það – enda er skattpíningin býsna mikil
- jöfnuður hefur aukist í samfélaginu –
allir hafa það skítt – bara misslæmt – er það jöfnuðurinn – annars þarf að verða meiri jöfnuður en nú er – og það á jákvæðum nótum þ.e. allir hafi það betra en jöfnuður meiri
- og væntingavísitalan hefur hækkað,
- vanskilahlutfall skulda er nú svipað og 2004, sem þótti gott ár,-
hvað með aldrei fleiri gjaldþrot!?! hvað með 40% heimila séu ekki sjálfbær hvað varðar tekjur og skuldir og stefni smátt og smátt í gjaldþrot!!
- heildarskuldir hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu úr 130% í 110%. – er það góður – ásættanlegur árangur – á kostnað hverra voru þessi 20% sótt? heimilanna í landinu??
Sumsé: Ísland er ekki lengur að kljást við efnahagskreppu.- ojæja – ekki er ég viss um að almenningur sé sammála þvíSérfræðingar greiningardeildann segja að langtímahorfurnar séu mjög góðar í efnahagslífinu. – þar erum við algjörlega sammála svo fremi að núverandi ríkisstjórn fari frá og að upp verði tekin skynsemisstefna í anda – planB – stefnu FramsóknarÞetta gefur okkur vonir um að hægt verði að koma frekar til móts við þá samfélagshópa sem verst fóru út úr hruninu – en það tekur lengri tíma en þrjú ár.- það hefði ekki þurft að bíða þrjú ár – Framsókn lagði til í feb. 2009 – almennar leiðréttingar lána ( svokölluð 20%leið) – sem nær allir eru nú sammála um að hefði verið rétt að fara
En þó að skaðinn hafi ekki verið – og verði sjálfsagt aldrei – bættur til fulls er ólíkt bjartara um að litast nú en áður.-
jú en gæti verið svo miklu- miklu- miklu betra hefði önnur og skynsamari stefna/leið verið farinnKreppan er nefnilega búin.- já segðu fólkinu í landinu það – ég er ekki viss um að það segi sömu sögu – en hún gæti vissulega verið búinn 
mbl.is Cameron vill læra af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband