Bloggfęrslur mįnašarins, janśar 2011

Žaš vantar alla skynsemi

Ķ gęr var į Alžingi umręša um stefnu rķkisstjórnarinnar ķ mįlefnum HS-Orku. Birti hér uppkastiš af ręšu minni žar. Inntakiš er aš rķkiš hafi enga stefnu en valsi um milli ofstękis žjóšnżtingarhugmynda ala Hugo Chaves og frjįlshyggju hęgri-krata. Žaš vantar alla skynsemi. 

Viršulegi ForsetiTil aš byggja upp atvinnulķf er eitt žaš mikilvęgasta aš rķkisvaldiš hafi skżra stefnu.Hver er stefna rķkisstjórnarinnar ķ mįlefnum HS-orku og Magma Energy?Hver er stefnan varšandi orkuaušlindirnar? sjįvaraušlindina? vatnsaušlindina? Eina stundina tala Samfylkingar-rįšherrar og -žingmenn eins og hęstvirtur išnašarrįšherra og/eša hįttvirtur varaformašur višskiptanefndar um aš nśverandi eignarhald Magma į HS-orku - sé stefna Rķkisstjórnarinnar. - Ķ annan tķma heyrist frį öšrum žingmönnum Samfylkingar žaš sama og flestir rįšherrar og žingmenn VG viršast vilja ž.e. eignarnįm og opinbera eign į nżtingarfyrirtękinu. Sem sagt – Annarsvegar žjóšnżting ķ anda Hugo Chaves og Venesśla og hinsvegar hęgrikratismi sem žekkist vķša um hinn vestręna heim. Svo eru nokkrir einhverstašar mitt į milli.  Eigum viš aš taka upp bęjarśtgeršir aftur? Eignarnįm į hita- og vatnsveitur ķ landinu? Ja- hver er nś stefna Rķkisstjórnarinnar? – veit žaš einhver! Forsętisrįšherra og fjįrmįlarįšherra hęstvirtir höfuš - rķkisstjórnarinnar viršast ekki vita žaš. Žau hafa bęši talaš og stašiš fyrir öllum śtgįfum aš stefnuleysinu. Žegar Orkuveita Reykjavķkur var aš selja sinn hluta ķ HS-orku til Magma sķšla sumars 2009  baš hęstvirtur fjįrmįlarįšherra um extra 2 vikur til aš fara yfir mįliš og hugsanlega ganga inn ķ söluna. Hvaš geršist? – ekki neitt!!- žį sį hann og rķkisstjórnin enga įstęšu til ašgerša – lįgu žó allar upplżsingar į boršinu um alltof langan samningstķma – erlent eignarhald osfr..  Hver er stefna rķkisstjórnar sem kennir sig viš norręnt velferšarrķki?Viršulegur forseti į Noršurlöndunum žekkist bęši aš aušlindir séu ķ almannaeigu eša einka – žannig eru 2/3 vatnsaušlinda ķ Danmörku ķ einka-eigu – žar setja menn hinsvegar almenn lög um nżtingu, aušlindarentu, arš ofl.   – žaš žykir skynsamlegt žar.Į öllum Noršurlöndum eru stóru orkufyrirtękin ķ blandašri eign opinberra og einkaašila - fyrirtęki eins og Norsk Hydro , Dansk NaturGas (DONG) ofl ofl. Žar žykir žaš skynsamlegt aš lįta einkaašila um įhęttusama nżtingarhlutann en setja almennar reglur um hįmarksgjaldskrį, hęfilegan samningstķma (20-30įr),  arš og rentu almennings.Hérlendis vantar alla skynsemi enda er hér  żmist uppi į borši öfga-vinstristefna VG eša hentistefna Samfylkingar. Žaš er ekki leišin framį viš – žaš er ekki leiš skynseminnar.

Aušlindir - orka

Mikil umręša hefur veriš aš undanförnu um aušlindir landsins ekki sķst orku aušlindina. Hinsvegar hefur umręšan ekki öll veriš upplżsandi né hófstillt. Fullyrša mį aš mjög mikils misskilnings eša ętti mašur heldur aš segja mismunandi skilnings gęti ķ yfirlżsingum fólks. Til aš mynda mį spyrja sig eftir įrangursrķka herferš ķ aš safna undirskriftum į orkuaušlindir.is hvort allir žar hafi sama skilning į um hvaš eigi aš kjósa ķ žjóšaratkvęšagreišslu. Į aš kjósa um aš allar orkuaušlindir - og jafnvel allar aušlindir- eigi aš vera ķ almannaeigu og rekstur, nżting ķ höndum almennings. Eru allir sem skrifušu undir sammįla um aš gera alla nżtingu aušlinda aš opinberum rekstri?

Hér ķ fréttinni um Orkustöš Hśsavķkur kemur fram aš Orkuveitan į Hśsavķk hafi veriš ķ įhęttu- og nżsköpunarrekstri til aš hįmarka aršsemi almennings į orkuaušlindinni meš žvķ aš framleiša rafmagn meš svokallašri Kalinatękni. Er ekki skynsamlegt aš įhęttan sé tekin af einkaašila eša telja einhverjir aš fjįrfestar hvorki innlendir né erlendir megi koma nįlęgt orku Ķslands?

Ķ žvķ sambandi er rétt aš benda į aš į margnefndum Noršurlöndum eru flest stóru orkufyrirtękin bęši ķ opinberri eigu sem og meš einkafjįrmagn. t.a.m. Norsk Hydro, Statoil, DONG (Dansk-natur-gas) osfr osfr.

Mķn skošun er aš koma eigi aušlindaįkvęši ķ stjórnarskrįna sem tryggi eignarhald almennings. Ég tel aš leiga į nżtingarrétt komi vel til greina en žį aš hįmarki til 25-30 įra og aš setja verši įkvęši um hįmarks gjaldskrį og aušlindagjald eins og er t.d. um kaldavatnsveitur ķ Danmörku til  aš tryggja rétt almennings og tekjur af aušlindinni.

Vörumst öfga stefnur hęgri og vinstri. Tökum upp skynsama mišjustefnu, lęrum af nįgrönnum okkar į Noršurlöndum og ręšum af yfirvegun um nżtingu aušlinda žjóšarinnar.

 Orka, vatn og matur žaš eru okkar nįttśru-aušlindir - žęr veršum viš aš nżta - žaš skapar atvinnu og hagsęld fyrir alla Ķslendinga.

 

 


mbl.is Tekur aftur viš Orkustöšinni
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband