Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Skynsamleg byggðastefna

Það er áhugaverður punktur sem bæjarstjórinn á Akureyri hreyfir við varðandi eftirlit og þjónustu í sambandi við verksmiðju Becromel í Krossanesi.

Í langan tíma hefur það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga - frá höfuðborgarsvæðinu og til landsbyggðar. - Í orði - !!

Í raun hefur tilhneigingin verið öll á hinn veginn. Ríkisstofnanir - eins og Umhverfisstofnun, Matvælastofnun ofl. hafa verið að sölsa undir sig verkefni - bæði stór og smá. Frá sveitarfélögunum/landsbyggðinni og til ríkisins/höfuðborgarsvæðisins.

Þetta hefur verið gert með rökum um að nauðsynlegt sé að hafa miðlæga fagþekkingu á einum stað, umfangið sé svo mikið að ríkið verði að koma að því og oftar en ekki að einhver EES- tilskipun eða ESB segi að svo verði að vera.

En er það svo? Er ekki líklegra að nærumhverfið og þar með eftirlitið sé betur með puttann á púlsinum - geti fyrr tekið í taumana - séð betur um venjubundið eftirlit / þjónustu en hin miðlæga stofnun.?

Er kannski skynsamlegast að allt eftirlit sé hjá sveitarfélögunum en ríkisstofnanirnar séu eingöngu stjórnsýslu stofnanir? - Eða er skynsamlegast að allt eftirlit og stjórnsýsla sé hjá ríkisvaldinu ? við erum jú bara 320 þús. hræður! - En í hlutfallslega stóru og dreifbýlu landi.

Skynsamlegasta byggðastefnan er að þjónustan sé sem víðast (innan skynsamlegra hagrænna marka) hvort sem um yrði að ræða þjónustueiningar ríkisins sem væri dreift um landið - eða þjónustueiningar á vegum sveitarfélaga.

Núverandi ástand er allavegana hvorki það rétta - né skynsamlegasta. Svo væri náttúrulega hægt að flytja höfuðstöðvar stofnanna ríkisins út um land allt.

Niðurstaðan er - að mínu mati að skynsamlegra sé að hafa þjónustueiningar um allt land -frekar en að senda eftir sérfræðingum - að sunnan. Það virkar einfaldlega betur og er þar með skynsamlegra.

Mottó: Hafa skal það sem skynsamara er.

 


mbl.is Vill eftirlitið heim í hérað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnustefnu vantar

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórninni. Nú eru það kjaraviðræður á almenna markaðnum. Talað er um að fara svokallaða atvinnuleið.

Hvaða leið skyldi það nú vera.? Jú mikið rétt það er sú leið sem við Framsóknarmenn höfum talað fyrir allt frá hruni og margbent á fordæmi þar að lútandi. Ísland um 1930 - ríkisstjórn Framsóknar. Finnland á tíunda áratug síðustu aldar- eftir að hafa haft aðgerðalausa ríkisstjórn í 4-5 ár með tilheyrandi niðurskurði á velferðarkerfinu og atvinnuleysi - settu þeir í atvinnugírinn og fóru að byggja upp.

Við þurfum sem sagt að snúa frá umræðustjórnmálum Samfylkingar og stopp stopp stefnu VG. Við þurfum raunverulega, skynsama og skýra atvinnustefnu. Í stað ótal nefnda, starfshópa og ráða þurfum við athafnastjórnmál. - Og  fólk sem þorir að taka ákvarðanir.

Aðgerðalistinn gæti litið svona út vegna bráðavanda - kjaraviðræðna;

- 1. Lækka tryggingargjald og endurskoða skattpíningarstefnuna. 1%stigs  lækkun tryggingargjalds skilar 7.5 milljörðum - sem fyrirtækin gætu þá frekar greitt launafólki sínu í stað þess að ofgreiða í ríkissjóð í atvinnuleysistryggingasjóð.

-2. Hefja mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum hins opinbera, vegagerð, virkjanir. - Ef við að sögn SJS og JS höfum efni á að greiða 26 milljarða í Icesave vexti á árinu og hátt á annan tug milljarða í atvinnuleysisbætur - þá hlýtur að vera skynsamlegra að koma einstaka framkvæm af stað og minnka atvinnuleysið.

-3. Hætta ógnarstjórn, hótunum og óvissu í garð grunnatvinnuveganna. Hér á ég fyrst og fremst við sjávarútveginn, en einnig orkuvinnslu og erlenda fjárfestingu. Ekki gengur að tala í kross og hóta eignaupptöku, ríkisvæðinu og stöðugum skattahækkunum ef á að hvetja til fjárfestingar í atvinnurekstri.

-4. Endurskoða niðurskurð á öryggisstörfum í heilbrigðisþjónustu og löggæslu m.a.. - Það eru takmörk fyrir öllu sbr Finnland. Skynsemin segir okkur að of langt sé gengið.

Auðvitað mætti nefna fleiri hluti og það er verkefni til lengri tíma áætlunar- aðgerða. En mikilvægast er að byrja og senda með því út þau skýru skilaboð að við ætlum að vinna okkur út úr kreppunni og við getum það.

Til þess þarf stefnubreytingu - trúlega nýja ríkisstjórn - Og það sem fyrst.


mbl.is Vill ljúka viðræðum á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróðurinn virkar ekki

Um daginn velti ég því fyrir mér að umhugsunarvert væri hverjir væru að selja Icesave-samninginn fyrir stjórnvöld.  Bankarnir - sem eru að stærstu leiti í eigu erlendra kröfuhafa (sem enginn fær að vita hverjir eru?!?!) og samninganefndin sjálf. Því til viðbótar nokkrir - "usual suspects" úr liði háskólakennara sem vildu Icesave I og II og nú III. 

T.d. bauð Arion-banki upp á mjög villandi kynningu frá annars vegar manni úr samninganefndinni og hins vegar manni sem kynntur var sem fjármálasérfræðingur en hefur verið lengi í vinnu fyrir fjármálaráðuneytið og vann að gerð Icesave-samninganna.

Afkoma bankanna og himin há laun bankastjóra setja síðan "kynninguna" í sérstakt ljós.

 

Bankarnir hugsa um að hámarka ávinning sinn í skjóli ríkisábyrgðar og háskólamennirnir ætla örugglega ekki að fallast á að skorið verði niður í deildum þeirra til að standa straum af kostnaðinum. Í báðum tilvikum eiga einhverjir aðrir, almenningur, að bera kostnaðinn.

 

En almenningur á Íslandi lætur ekki hræða sig frá að velta hlutunum fyrir sér og draga sínar eigin ályktanir.

 

Það er hinsvegar dæmi um enn eitt klúðrið hjá ríkisstjórninni að fyrst nú 3 vikum fyrir kjördag og um það leiti sem utankjörstaðakosning er hafinn - að þá - JÁ ÞÁ FYRST - ætlar ríkisstjórnin að sjá sóma sinn að kynna málið fyrir þeim sem eiga að taka ákvörðun um hvort almenningur á Íslandi eigi að greiða skuldir einkabanka.

 

Í langan tíma hefur verið ljóst að þjóðinni er treystandi -forsetanum er treystandi - en ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir verkinu. Ekki þessu frekar en flestu öðru.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband