Sókn gegn atvinnuleysi

Í ferð minni um Suðurnesin í gær fór ég m.a um Ásbrúar svæðið. Hitti Hjálmar Árnason og kynnti mér Keili ehf. Möguleikarnir eru miklir að byggja upp þekkingarþorp sem á engan sinn líka á Íslandi. Með 2000 íbúða byggð (6000 manns) með öllu tilheyrandi, leikskóla,grunn- og framhaldsskólum, heilsugæslu, sjúkrahúsi osfr.  er til grunnur að byggja á. Og það er sannanlega verið að gera.

Keilir ehf. með sína Háskólabrú, flugklasa, heilsuklasa og orkuklasa - sem tengist fréttinni - eru dæmi um stórkostlega möguleika að nota menntun sem leið út úr atvinnuleysi og kreppu.  Og það er ekki vanþörf á á Suðurnesjum. Hvergi á landinu er meira atvinnuleysi u.þ.b. 15%.

Sókn er besta vörnin það á ekki síst við í þessu máli. Til hamingju Suðurnesjamenn og allir þeir sem að málinu komu. 


mbl.is Orkuvísindarannsóknir fá aðsetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband