Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Okurvextir

Enn eru aðgerðir minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og Seðlabankastjórans þeirra alltof litlar - koma of seint - gera of lítið gagn.

Stutt raunveruleika saga. - Vinur minn einn sem rekur fyrirtæki með árstíðabundnar tekjur. Tekjur sem að stóru leiti koma inn apríl til september. Nú um stundir þarf hann og fyrirtæki hans á bankafyrirgreiðslu að halda - yfirdrætti - til m.a að borga starfsfólki sínu laun. Bankinn sagði nei - þú getur ekki greitt svona háa vexti af yfirdrættinum. Á afleiðingin að verða sú að fyrirtækið lokar? Atvinnuleysið vaxi? Vandræði allra að greiða af húsum sínum og reka heimilið.  

Við þurfum róttækar aðgerðir strax. Almennar aðgerðir sem á jafnræðishátt setja skuldara við hlið fjármagnseigenda hjá ríkisvaldinu. -  Sjá www.framsokn.is um efnahagsaðgerðir Framsóknar í 18 liðum og myndband um 20% leiðréttinguna. 


mbl.is Svona háir vextir óþarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlát lausn

Eftir að hafa hlustað á þáttinn á Sprengisandi í morgun, þar sem talsmaður Samfylkingar opinberaði vanþekkingu sína á efnahagsástandinu á Íslandi í dag. Og til að bæta gráu ofaná svart var með dylgjur og róg til að fela rökleysi sitt varð ég verulega hugsi yfir þeirri ógn sem því gæti fylgt að núverandi minnihluta ríkisstjórn fái hreinan meirihluta eftir kosningar.

Aðgerðarleysi hinnar ,,vanhæfu ríkisstjórnar" Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks má ekki fylgja eftir með andvararleysi, vanþekkingu og afneitun Samfylkingar og Vinstri-Grænna á stöðu heimila og fyrirtækja.   

Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns á ári er lausn núverandi minnihlutastjórnar. Hvernig á þessi aðgerð að leysa bráðavanda heimila þegar aðeins hjá Íbúðalánasjóði sækja um fjögur hundruð á mánuði (gæti orðið 5000 á árinu) hvað þá þeir sem eru með húsnæðisskuldir sínar hjá bönkunum? Það er öllum að verða ljóst að aðeins með róttækum almennum aðgerðum verður hægt að forðast kerfishrun.

Efnahagstillögur Framsóknar eru leið til réttlátrar lausnar - fyrir okkur öll.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og menning

Var á föstudaginn á skólanefndarfundi Menntaskólans að Laugarvatni. Þar fórum við í skólanefndinni m.a. yfir skýrslur um sjálfsmat skólans, stefnumótun en einnig var kynning á samanburðar rannsókn um líðan nemenda í framhaldsskólum. Þar kom m.a fram hvað Menntaskólinn að Laugarvatni er sterkur í félagslífi og þar með þroskar félagsfærni nemenda. Mjög stór hluti nemanda skólans tekur virkan þátt í félags- og menningarlífi nemendafélagsins. En einnig var íþróttaiðkun, hreyfing nemanda í viku hverri áberandi meiri en  meðaltalsnemenda á landsvísu.

Af skólanefndarfundi var brennt á Flúðir á árshátíð Flúðaskóla, yngsta- og miðstigs,  sem að þessu sinni bar yfirskriftina ,,Draugar og forynjur" . Það var bráðskemmtileg hátíð þar sem nemendur fóru á kostum í leik, uppsetningu, tæknimálum og dagskrá allri. Það hefur verið gaman að sjá hve metnaðarfull vinna hefur verið lögð í árshátíð Flúðaskóla síðustu ár. Dagskrá sem nemendur koma að á öllum stigum máls. Stjórnendur skólans, starfsmenn og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir þennan menningarviðburð. Dagskrá sem þessi þroskar nemendur á svo mörgum sviðum og eflir félagsfærni þeirra.

Já það er fleira menntun en að lesa, skrifa og reikna.


Hver er ,,besta" 1. aprílfréttin?

Síðustu mánuði hafa hrunið yfir okkur fréttir sem eru ósennilegri en nokkrar af helstu aprílgöbbum sem við munum eftir. Og enn halda þær áfram.

Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns. Fjármunir velferðarvaktar 30 milljónir eru dæmi um lausnir Samfylkingar. Skattahækkanir út úr kreppunni í boði Steingríms og V-G. Tug milljarðalán til helstu eigenda gömlu bankanna og bankaráðsmanna!! Vildarkjör til sumra (Saga Capital -VBS). 

Bara að þetta væru allt saman aprílgöbb.

Má ég þá heldur biðja um fréttir af Vanadísinni sigla upp Ölfusá. Og að gabba saklausa borgara til að sjá ísbirni, kaupa ,,gallaða" bíla eða tollað áfengi :-)

Við þurfum að eiga von. Við þurfum að takast á við framtíðina af hugrekki. Við þurfum að sjá til lands. Þá getum við farið að vinna okkur út úr kreppunni. Heildartillögu pakki Framsóknar í efnahagsmálum með 20% leiðréttinguna er ein leið til þess.   


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband