Okurvextir

Enn eru aðgerðir minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og Seðlabankastjórans þeirra alltof litlar - koma of seint - gera of lítið gagn.

Stutt raunveruleika saga. - Vinur minn einn sem rekur fyrirtæki með árstíðabundnar tekjur. Tekjur sem að stóru leiti koma inn apríl til september. Nú um stundir þarf hann og fyrirtæki hans á bankafyrirgreiðslu að halda - yfirdrætti - til m.a að borga starfsfólki sínu laun. Bankinn sagði nei - þú getur ekki greitt svona háa vexti af yfirdrættinum. Á afleiðingin að verða sú að fyrirtækið lokar? Atvinnuleysið vaxi? Vandræði allra að greiða af húsum sínum og reka heimilið.  

Við þurfum róttækar aðgerðir strax. Almennar aðgerðir sem á jafnræðishátt setja skuldara við hlið fjármagnseigenda hjá ríkisvaldinu. -  Sjá www.framsokn.is um efnahagsaðgerðir Framsóknar í 18 liðum og myndband um 20% leiðréttinguna. 


mbl.is Svona háir vextir óþarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband