Takk fyrir stuðningin

Árangur okkar Framsóknarmanna hér í Suðurkjördæmi var frábær. Í fylgiskönnunum sem fylgdu fjölmiðlaumfjöllun/borgarafundi um kjördæmið var okkur spáð 14.5%. Það kom okkur, jafnt frambjóðendum sem og þeim sem voru að vinna með okkur á óvart. Okkur fannst meiri hljómgrunnur fyrir okkar stefnu. Fyrir lausnum Framsóknarflokksins. Á kjördag skilaði 20% fylgi sér upp úr kjörkössunum! Hafið kæra þökk fyrir. Bæði þeir sem unnu með okkur vinnuna sem tengist kosningum, en líka allir þeir sem fylktu sér að baki okkur frambjóðendum. Það er nú okkar að halda áfram að benda á leiðir út úr kreppunni. Það er okkar að berjast fyrir þjóðina. Það munum við gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með úrslitin

Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2009 kl. 22:24

2 identicon

Sæll

Til hamingju með nýja starfið, ég veit að þú stendur þig vel þó að ég verði ekki alltaf sammála þér.

kveðja 

Viðar Magnússon 

Vinstri rauður

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband