Frábært framtak
1.12.2010 | 18:46
Það var fjölmennt á opnunarhátíð heimamanna þegar umferð var hleypt á nýju Hvítárbrúna. Frábært framtak sex kvenna sem ættaðar eru úr Tungunum en búa í Hrunamannahreppi í samstarfi við JÁ-verktaka. Ekkert mál að steikja kleinur í hundraði, kaffi, gos og annað meðlæti. Hugmyndin kviknaði um helgina - framkvæmdin var komin á fullt á mánudegi.
Svona jákvæðni, kraft og samheldni vantar víða í íslenskt samfélag. En í samfélagi uppsveita Árnessýslu er nægt framboð slíkra krafta og er veltekið af samborgurum. Enda mættu hundruðir Hreppamanna, Tungnamanna og nágranna úr samliggjandi sveitum.
Svona á að halda veislu. Þetta var virkilega skemmtilegt.
Fagna opnun Hvítárbrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með brú úr Dönsku sementi á landsvæði íslensks grænmetis. 9 menn misstu vinnuna í gær í íslenskum sementsiðnaði en sá danski styrkist. Veljum meira en bara íslenskt grænmeti.
Íslenskt grænmeti (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.