Jákvæð frétt - arðsöm samgöngubót
30.11.2010 | 07:48
Gríðarlega mikilvæg og arðsöm samgöngubót sem lengi hefur verið beðið eftir. Allt frá miðjum síðasta áratug síðustu aldar hafa uppsveitamenn beðið morgundagsins - þolinmóðir. Þessi nýja brú mun koma til með að hafa meiri áhrif á atvinnulíf, menningarlíf og samfélagið allt heldur en menn hafa almennt gert ráð fyrir í spám sínum. Möguleikar á allskyns samstarfi sveitarfélaga, atvinnufyrirtækja og félagasamtaka taka stökkbreytingu fram á við. En ekki síst verður breytingin mikil fyrr ferðaþjónustuna og ferðamenn almennt.
Til hamingju landsmenn allir með þennan áfanga á samgöngubótum.
Leiðin styttist um 26 km | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.