Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Lýðræðisumbætur
9.4.2009 | 22:51
Við Framsóknarmenn höfum barist fyrir umbótum á stjórnarskránni í langan tíma. Að koma ákvæði um þjóðareign á auðlindum, skerpa á aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ráherrar gegni ekki þingmennsku og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu séu auknar, til að nefna nokkra þætti.
En á Alþingi eru alltaf einhverjir sem eru í pólitískum leik og vilja ekki að lýðræðið þýði, að valdið sé fært beint til almennings.
Birti hér á eftir grein sem birtist fyrst í Sunnlenska fréttablaðinu í gær.
Lýðræði - fyrir okkur öll
Í janúar síðastliðnum þegar þjóðfélagið var á suðupunkti hélt Framsóknarflokkurinn sitt flokksþing. Þar var kosin ný forysta. Þar var gert upp við liðna tíma, þar var stefnan sett á nýja tíma með gömlum gildum. Gildum sem gleymdust í Hrunadansi hins svokallaða ,,íslenska efnahagsundurs". Dansi sem reyndist vera lokadans frjálshyggjunnar. Lokadans þess tíma að lokaðir hópar útvaldra færu með allt vald. Bæði í heimi viðskipta og stjórnmála.
Nýir tímar - stjórnlagaþing
Það var í janúar að Framsóknarflokkurinn bauð þjóðinni til nýrra tíma þar sem þjóðin fengi að tala og stjórnmálamenn að hlusta. Það var Framsókn sem lagði til að efnt yrði til stjórnlagaþings þar sem þjóðin kysi beint fulltrúa sína til að semja nýja stjórnarskrá. Nýja lýðræðislega og nútímalega stjórnarskrá sem lögð yrði fyrir dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.
Vilja ekki missa valdið
Sjálfstæðismenn hafa valið sér þá sérkennilegu stöðu að berjast gegn þjóðinni. Halda uppi málþófi gegn því að þjóðin sjálf fái að velja fulltrúa og kjósa um stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rök þeirra eru kostnaður! Það er sérkennilegt að heyra þá nefna tölu uppá 2 milljarða (sem er í reynd ca. 250 miljónir ef farin er leið Framsóknar) - sömu mennina sem ekki þurftu langan tíma til umhugsunar eða umræðu í október síðastliðnum þegar ákveðið var af þáverandi ríkisstjórn að setja allt að 25 milljarða í sjóð 9 hjá Glitni og yfir 200 milljarða í peningamarkaðssjóðina! Ef farin verður leið Framsóknarmanna verður kosið samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum til stjórnlagaþingsins. - ein málþófs rökin voru, að sú leið væri ekki nógu góð - fólkið myndi rugla saman kosningum til stjórnlagaþings og sveitarstjórna!
Lýðræði kostar
Við Framsóknarmenn treystum fólkinu í landinu. Lýðræði kostar, samkvæmt áðurnefndri tillögu okkar Framsóknarmanna kostar stjórnlagaþingið u.þ.b. 800 kr. á íbúa eða 250 milljónir. Hvaða íbúi heimsins, sem býr við misrétti, kúgun, ójafnræði væri ekki til að greiða 800 kr.- fyrir lýðræðið.
Það var líka Framsóknarflokkurinn sem leysti stjórnarkreppu hinnar aðgerðalausu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Framsókn bauðst til að verja hlutleysi, minnihlutastjórn sem ætti að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja. - Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna sem hefur því miður ekki valdið því hlutverki.
Enn hefur engri skjaldborg verið slegið upp kringum heimilin hvað þá fyrirtækin. Þrátt fyrir mikinn fagurgala talsmanna flokkanna. Enn eykst atvinnuleysið og gjaldþrotum snarfjölgar.
Hugmyndir að lausnum
Það er því þörf á skjótum lausnum. Það er veruleg þörf fyrir Framsókn - fyrir okkur öll.
Framsóknarflokkurinn leysti upp stjórnleysi Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Við komum á stöðugleika í þjóðfélaginu með stuðningi við minnihlutastjórnina sem því miður hefur ekki nýtt tækifærið til að verja heimilin og fyrirtækin. Kosningarnar 25 apríl eru til komnar vegna okkar kröfu. Stjórnlagaþingið þar sem þjóðin fær valdið til að semja nýja stjórnarskrá án afskipta flokksræðisins er í boði Framsóknarmanna - fyrir okkur öll.
Sigurður Ingi Jóhannsson skipar 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Smáskammtalækningar
8.4.2009 | 11:39
Hvenær verður tímabært að mati seðlabankastjóra að grípa til raunverulegra aðgerða? Aðgerða sem gera heimilum og fyrirtækjum gagn.
Er verið að vinna í að gefa Lífeyrisjóðum heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti? Er verið að semja við erlenda eigendur krónubréfa-jöklabréfa? Er unnið að því að setja á fót uppboðsmarkað með krónur? Þar gætu Lífeyrissjóðirnir flutt heim fjármuni á hagkvæman hátt. Fjármuni sem nýtast gætu í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. - þetta eru nokkrar að efnahagstillögum Framsóknar sem voru kynntar minnihlutaríkistjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna í febrúar!! Nú eru liðnar 6 vikur og enn gerist lítið.
Við þurfum róttækar aðgerðir strax. - sjá nánar www.framsokn.is
![]() |
Ekki tímabært að draga úr höftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Okurvextir
8.4.2009 | 11:12
Enn eru aðgerðir minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna og Seðlabankastjórans þeirra alltof litlar - koma of seint - gera of lítið gagn.
Stutt raunveruleika saga. - Vinur minn einn sem rekur fyrirtæki með árstíðabundnar tekjur. Tekjur sem að stóru leiti koma inn apríl til september. Nú um stundir þarf hann og fyrirtæki hans á bankafyrirgreiðslu að halda - yfirdrætti - til m.a að borga starfsfólki sínu laun. Bankinn sagði nei - þú getur ekki greitt svona háa vexti af yfirdrættinum. Á afleiðingin að verða sú að fyrirtækið lokar? Atvinnuleysið vaxi? Vandræði allra að greiða af húsum sínum og reka heimilið.
Við þurfum róttækar aðgerðir strax. Almennar aðgerðir sem á jafnræðishátt setja skuldara við hlið fjármagnseigenda hjá ríkisvaldinu. - Sjá www.framsokn.is um efnahagsaðgerðir Framsóknar í 18 liðum og myndband um 20% leiðréttinguna.
![]() |
Svona háir vextir óþarfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttlát lausn
5.4.2009 | 23:11
Eftir að hafa hlustað á þáttinn á Sprengisandi í morgun, þar sem talsmaður Samfylkingar opinberaði vanþekkingu sína á efnahagsástandinu á Íslandi í dag. Og til að bæta gráu ofaná svart var með dylgjur og róg til að fela rökleysi sitt varð ég verulega hugsi yfir þeirri ógn sem því gæti fylgt að núverandi minnihluta ríkisstjórn fái hreinan meirihluta eftir kosningar.
Aðgerðarleysi hinnar ,,vanhæfu ríkisstjórnar" Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks má ekki fylgja eftir með andvararleysi, vanþekkingu og afneitun Samfylkingar og Vinstri-Grænna á stöðu heimila og fyrirtækja.
Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns á ári er lausn núverandi minnihlutastjórnar. Hvernig á þessi aðgerð að leysa bráðavanda heimila þegar aðeins hjá Íbúðalánasjóði sækja um fjögur hundruð á mánuði (gæti orðið 5000 á árinu) hvað þá þeir sem eru með húsnæðisskuldir sínar hjá bönkunum? Það er öllum að verða ljóst að aðeins með róttækum almennum aðgerðum verður hægt að forðast kerfishrun.
Efnahagstillögur Framsóknar eru leið til réttlátrar lausnar - fyrir okkur öll.
![]() |
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er ,,besta" 1. aprílfréttin?
1.4.2009 | 13:33
Síðustu mánuði hafa hrunið yfir okkur fréttir sem eru ósennilegri en nokkrar af helstu aprílgöbbum sem við munum eftir. Og enn halda þær áfram.
Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns. Fjármunir velferðarvaktar 30 milljónir eru dæmi um lausnir Samfylkingar. Skattahækkanir út úr kreppunni í boði Steingríms og V-G. Tug milljarðalán til helstu eigenda gömlu bankanna og bankaráðsmanna!! Vildarkjör til sumra (Saga Capital -VBS).
Bara að þetta væru allt saman aprílgöbb.
Má ég þá heldur biðja um fréttir af Vanadísinni sigla upp Ölfusá. Og að gabba saklausa borgara til að sjá ísbirni, kaupa ,,gallaða" bíla eða tollað áfengi :-)
Við þurfum að eiga von. Við þurfum að takast á við framtíðina af hugrekki. Við þurfum að sjá til lands. Þá getum við farið að vinna okkur út úr kreppunni. Heildartillögu pakki Framsóknar í efnahagsmálum með 20% leiðréttinguna er ein leið til þess.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biðraðir á líknardeild gjaldþrota
31.3.2009 | 08:26
![]() |
Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsfundarhelgin mikla
30.3.2009 | 12:44
Áhugaverð helgi er að baki. Hjá okkur frambjóðendum Framsóknar fólst hún í undirbúningi fyrir kosningabaráttuna. Við komum saman á afar öflugri og áhugaverðri ráðstefnu á Háskólatorgi HÍ á laugardeginum. Í gær var svo haldið áfram kynningum og fræðslu bæði í Reykjavík en einnig komum við í Suðurkjördæmi saman á Eyrarveginum á Selfossi til samveru, samtala og myndatöku. - Nú er ekkert að vanbúnaði að henda sér út í kosningabaráttuna.
Landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru líka þessa helgina og fylgdist maður einnig með því. Tvennt stendur uppúr á báðum stöðum.
Hjá Sjálfstæðisflokki var erfitt að sjá hvort þeir sýna raunverulega iðrun, löngun til að gera upp við mistök fortíðar hvort sem er í stefnu eða hjá fólkinu. Eða hvort þeir hylla fortíð sína, stefnu og foringja. Endurreisnarskýrslan er ekki trúverðug eftir ræðu Davíðs og undirtektir landsfundar. Einnig fannst mér sérstakt að fráfarandi formaður sem þjóðin ÖLL hefur beðið eftir að bæðist afsökunar á hruninu bað sjálfstæðismenn afsökunar EKKI þjóðina.
Samfylkingin leggur til að við göngum í ESB og öllum okkar vandræðum er lokið!!! Kannski á sú trú þeirra ekki að vekja eftirtekt en áherslan á inngöngu hvað sem það kostar gerir það áneitanlega. Ekki síst í ljósi þess að hitt atriðið sem vakti athygli mína var að það stóð ekkert um það hvernig Samfylkingin ætlar að slá skjaldborg um heimilin, engar aðgerðir aðrar en greiðsluaðlögun fyrir þá sem komnir eru með húsnæði fjölskyldunnar á líknardeild.
Atvinnuleysi vex enn - yfir 10% - yfir 18 000 manns!!. Fimmtíu prósent heimila og fyrirtækja eru talin vera með neikvætt eigið fé - í þessu vaxtaokri og minnkandi neyslu bíður þeirra ekkert nema gjaldþrot.
Núverandi stjórnarflokkur, Samfylking sem einnig sat í svokallaðri Þingvallastjórn/Baugsstjórn, með Sjálfstæðisflokki, ætlar ekkert að leggja til annað en inngöngu í ESB og greiðsluaðlögun þeirra sem eru við það að gefast upp.
Niðurstaða helgarinnar er augljóslega sú að leiðsögn Framsóknar er nauðsyn. Framsóknarflokkurinn með sínar 18 liða tillögur til lausnar á vanda þjóðarinnar, heimila og fyrirtækja er eina heildarstefnan sem sett hefur verið fram af stjórnmálaflokkunum fyrir þessar kosningar. Lækkum vexti, styrkjum gengið og komum atvinnulífinu í gang á nýjan leik. - Fyrir okkur öll.
Farfuglarnir...
22.3.2009 | 19:37

Enski boltinn og pólitík
21.3.2009 | 20:09
Náði að horfa smá stund á leik minna manna, Arsenal þar sem við unnum sannfærandi sigur á Newcastle. Ég varð feikna ánægður með það. Á mínu heimili kættust sumir mjög mikið yfir tapi ManU þar sem þar eru á ferð Poolarar á meðan ManU liðar heimilisins syrgðu. Það er gott að halda með sínu liði bæði þegar vel gengur og eins og ekki síður þegar liðið klúðrar öllu og etv fellur . Það hefur reyndar Arsenal aldrei gert, eitt liða í ensku efstu :-)
Það er hinsvegar ekki gott að halda með stjórnmálaflokkum eins og fótboltaklúbbum. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu. Þegar flokkar klúðra eiga kjósendur að snúa baki við þeim og þannig láta flokka endurnýja sig - finna aftur sín gömlu og góðu gildi. Endurnýja stefnu sem hæfir hverjum tíma og endurnýja fólk í forystu. Það höfum við framsóknarmenn gert rækilega eftir að almenningur- grasrótin varð ósátt við þáverandi stefnu flokks og forystu.
Ég trúi ekki öðru en fólk sem hefur ,,haldið" með Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu á undanförnum árum hugsi sig nú um. Pólitík er ekki fótboltaleikur.
Eðlilegt í ljósi máls
19.3.2009 | 22:48
Spurning er hvort ummæli forsvarsmanna BÍ hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið að ætla að samtökin hefðu brotið gegn samkeppnislögum?
Það er líka álitamál hvort tíma Samkeppniseftirlitsins er best varið í þetta mál eða hefði verið nærri lagi að skoða betur samkeppni á smávörumarkaði? Var það ekki sama regluverk sem leyfði samruna Hagkaups, Bónus og 10-11?
Bændasamtök Íslands eru, og verða málsvari bænda og það er eðlilegt að slík samtök fjalli um kjaramál félagsmanna sína. Á sama hátt setur ASÍ fram ályktanir um hækkun launa og Samtök atvinnulífsins álykta um nauðsyn þess að sátt náist um að hækka ekki laun. Ummæli forsvarsmanna slíkra samtaka og ályktanir eru til þess fallnar að verja hagsmuni félagsmanna sinna á sama hátt og BÍ ber að verja hagsmuni bænda. Það er skylda en ekki ólögleg aðgerð.
![]() |
Bændasamtökin áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |