Óskiljanleg frétt

Garðyrkjubændur hafa ekki verið að tala um að fá rafmagn á stóriðjutaxta. Það er eðlilegt eins og kemur fram í fréttinni að stóriðjan sé með sér taxta. Vegna samfelldrar notkunar og lengd samnings.

Málið hefur snúist um tvennt  - annars vegar að skilgreina garðyrkjuna sem stórnotenda (sem hún er - ein garðyrkjustöð notar jafn mikið rafmagn og Eyrarbakki og Stokkseyri til samans). Og hinsvegar varðandi flutningskostnað að selja á dreifbýlistaxta þar sem þéttbýlistaxti miðar við 200 íbúa. En ætti auðvitað að miða við magn af rafmagni en ekki íbúafjölda.

Bændur eru ábyrgir og sanngjarnir. Sauðfjár- og kúabændur sýndu samfélagslega ábyrgð með því taka á sig skerðingu næstu 3 árin. Ríkisvaldið þyrfti að sýna vilja í verki og ábyrgð gagnvart uppbyggingu grænnar stóriðju.


mbl.is Ekki líku saman að jafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar pirrandi að það sé talað um að það sé stórmunur á garðyrkjubændum og stóriðju. Það munar um 3000 klst. á ári en við skulum bara athuga það líka að það er ekki langt síðan stóriðjan varð svona stór. Ef garðyrkjubændur fengju orkuna ódýrari þá er ég viss um að það myndi ýta undir framleiðsluna og leiða til meiri notkunar þ.a.l. fleiri klst. á ári.

Burkni (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:18

2 identicon

Burkni: Að því er ég best veit er það ekki svo að garðyrkjubændur nýttu fleiri klukkustundir á ári við auknari umsvif. Einfaldlega vegna þess að á sumrin kemur sólin í staðin fyrir yllampana.

Arnór (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband