Smáskammtalækningar

Hvenær verður tímabært að mati seðlabankastjóra að grípa til raunverulegra aðgerða? Aðgerða sem gera heimilum og fyrirtækjum gagn.

Er verið að vinna í að gefa Lífeyrisjóðum heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti? Er verið að semja við erlenda eigendur krónubréfa-jöklabréfa? Er unnið að því að setja á fót uppboðsmarkað með krónur? Þar gætu Lífeyrissjóðirnir flutt heim fjármuni á hagkvæman hátt. Fjármuni sem nýtast gætu í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. - þetta eru nokkrar að efnahagstillögum Framsóknar sem voru kynntar minnihlutaríkistjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna í febrúar!! Nú eru liðnar 6 vikur og enn gerist lítið.

 Við þurfum róttækar aðgerðir strax. - sjá nánar www.framsokn.is


mbl.is Ekki tímabært að draga úr höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj Ingi! Ég er orðin svo leið á stjórnmálum.... svo eru líka að koma páskar! Skrifaðu frekar sögu um ferðina þína austur í Hornafjörð :)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 12:28

2 identicon

Sæll

Mig langar til að vita hverjar þær eigur sem lífeyrissjóðirnir eru taldir eiga erlendis séu samanber ykkar tillögu þar um.

Ég er búinn að spyrja að þessu á öðrum vettfangi og engin svör fengið sem mark er takandi á. 

Þar sem þið frammsóknarmenn leggið til að lífeyrissjóðirnir selji þessar "eigur" erlendis þá hljótið þið að vita hverjar þær eru.

kv

Viðar Magnússon

Vinstri rauður 

"Lífeyrissjóðir eiga miklar eignir erlendis. Gera á þeim kleift að selja erlendar eignir og

fjárfesta innanlands, kjósi þeir svo, með því að heimila þeim að eiga gjaldeyrisviðskipti.

Þannig gætu lífeyrissjóðirnir keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum

sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Lífeyrissjóðirnir gætu með þessu móti selt minni

hluta erlendra eigna sinna en ella fyrir sama magn af krónum og þannig nýtt ástandið sér

til hagsbóta. Þann 12. febrúar síðastliðinn voru 38 fyrirtæki undanþegin reglum

Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti."

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:40

3 identicon

Sæll Viðar - það er eins með eignir lífeyrissjóðanna erlendis eins og skuldir bankanna - það er óljóst og fer eftir gengi og hvort hægt sé að selja.

Í vetur var talað um að eignirnar alls, hefðu verið um 1800 milljarðar og evt hefðu tapast 300-500milljarðar jafnvel 600 milljarðar. Eftir standa þó 1200 milljarðar þar af 300-500milljarðar erlendis. Þetta er stærðargráðu nálgun en auðvitað ekki nákvæmar tölur.

kv Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband