Réttlát lausn
5.4.2009 | 23:11
Eftir að hafa hlustað á þáttinn á Sprengisandi í morgun, þar sem talsmaður Samfylkingar opinberaði vanþekkingu sína á efnahagsástandinu á Íslandi í dag. Og til að bæta gráu ofaná svart var með dylgjur og róg til að fela rökleysi sitt varð ég verulega hugsi yfir þeirri ógn sem því gæti fylgt að núverandi minnihluta ríkisstjórn fái hreinan meirihluta eftir kosningar.
Aðgerðarleysi hinnar ,,vanhæfu ríkisstjórnar" Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks má ekki fylgja eftir með andvararleysi, vanþekkingu og afneitun Samfylkingar og Vinstri-Grænna á stöðu heimila og fyrirtækja.
Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns á ári er lausn núverandi minnihlutastjórnar. Hvernig á þessi aðgerð að leysa bráðavanda heimila þegar aðeins hjá Íbúðalánasjóði sækja um fjögur hundruð á mánuði (gæti orðið 5000 á árinu) hvað þá þeir sem eru með húsnæðisskuldir sínar hjá bönkunum? Það er öllum að verða ljóst að aðeins með róttækum almennum aðgerðum verður hægt að forðast kerfishrun.
Efnahagstillögur Framsóknar eru leið til réttlátrar lausnar - fyrir okkur öll.
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilegt að nú á að hylma yfir hrokann í þeim Tryggva Þór og Sigmundi Davíð með því að halda því fram að Ólína hafi ekki haft vit á því sem hún var að tala um. Það hafði hún þó greinilega, og rak Tryggva Þór á gat, sem kom honum augljóslega í opna skjöldu.
Dónaskapur þeirra félaga var ótrúlegur í upphafi þáttarins, og ekki að furða þó að Ólínu hitnaði í hamsi. Hún fór hins vegar út á hálan ís, viðurkenndi það síðar og baðst velvirðingar. Hún er maður að meiri. Ég hefði ekkert verið að þessu í hennar sporum, því það sem hún sagði er bara sannleikur.
Garri (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.