Eðlilegt í ljósi máls
19.3.2009 | 22:48
Spurning er hvort ummæli forsvarsmanna BÍ hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið að ætla að samtökin hefðu brotið gegn samkeppnislögum?
Það er líka álitamál hvort tíma Samkeppniseftirlitsins er best varið í þetta mál eða hefði verið nærri lagi að skoða betur samkeppni á smávörumarkaði? Var það ekki sama regluverk sem leyfði samruna Hagkaups, Bónus og 10-11?
Bændasamtök Íslands eru, og verða málsvari bænda og það er eðlilegt að slík samtök fjalli um kjaramál félagsmanna sína. Á sama hátt setur ASÍ fram ályktanir um hækkun launa og Samtök atvinnulífsins álykta um nauðsyn þess að sátt náist um að hækka ekki laun. Ummæli forsvarsmanna slíkra samtaka og ályktanir eru til þess fallnar að verja hagsmuni félagsmanna sinna á sama hátt og BÍ ber að verja hagsmuni bænda. Það er skylda en ekki ólögleg aðgerð.
Bændasamtökin áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.