Aðgerðir - strax
15.3.2009 | 18:33
Vextir verði lækkaðir í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn - strax. Lífeyrissjóðum verði veitt heimild til að eiga gjaldeyrisviðskipti - strax. Samið verði við erlenda eigendur krónueigna - á næstu tveimur mánuðum. Settur verði á fót uppboðsmarkaður með krónur - eftir tvo mánuði. Lokið verði við stofnun nýju bankanna - fyrir 1. apríl. Kröfuhafar fái hlut í nýju bönkunum - fyrir lok maí. Sameining og endurskipulagning banka og fjármálastofnanna - á næstu 12 mánuðum. Ríkið ábyrgist lán til skamms tíma milli banka - strax. 20% niðurfærsla skulda heimila og fyrirtækja - innan eins mánaðar. Stimpilgjöld afnumin - innan 2 vikna. Stuðningur við rannsókna- og þróunarstarf og aðgerðir til að örva fasteignamarkaðinn - innan 3ja mánaða. Drög að fjárlögum næstu þriggja ára - fyrir lok ágúst.
Þetta er ekki aðgerðalisti tveggja síðustu ríkisstjórna - því miður. Það virðist enginn heildrænn aðgerðalisti til. Þetta er hluti af tillögum sem Framsóknarflokkurinn kynnti í febrúar. Tillögur sem ríkistjórn og Alþingi hefðu átt að taka til alvarlegrar skoðunar, umræðu og afgreiðslu. Það er óskiljanlegt af hverju það hefur ekki verið gert. Þess í stað hafa stjórnarliðar tekið eina tillögu og hamast á henni án þess að koma með nokkuð haldbært í staðinn.
Aðgerðir strax - lækka vexti - styrkja gengi - koma atvinnulífinu í gang. Fólkið og heimilin í landinu krefjast þess.
Athugasemdir
Heill og sæll Ingi. Til lukku með árangurinn á Suðurlandi. Það var ekki sami árangur hjá mér hér í póstnúmerakosningunni í Kraganum. Hamraborgin í Kópavogi sigraði Strandgötuna í Hafnarfirði.
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.