Þakkir

 Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem gerðu póstkosningu okkar Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi eins glæsilega og raun bar vitni.  Kosningu sem lauk í dag með aukakjördæmisþingi á Selfossi þar sem við Framsóknarmenn lögðum fram og samþykktum öflugan framboðslista.

Kjörstjórn, stjórn kjördæmissambandsins, stjórnir félaga en ekki síst almennir félagsmenn eiga hrós skilið fyrir að geta framkvæmt póstkosningu, kynningu á frambjóðendum með þessum glæsilega árangri á svona stuttum tíma.

Ég vil líka nota þetta tækifæri til að þakka meðframbjóðendum mínum bæði drengilega og skemmtilega samkeppni. Einnig stuðningsmönnum mínum fyrir traustið, hvatningu og stuðning.

Það er mér heiður að fá að leiða þennan sterka hóp í kosningabaráttu næstu vikna.

Kosningabaráttu sem mun snúast fyrst og fremst um raunverulegar aðgerðir til varnar heimilum í landinu, endurreisn atvinnulífs, endurreisn samfélags jöfnuðar og samvinnu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður Ingi, ég er ekki úr þessu kjördæmi en ekki úr vegi að óska þér til hamingju með þinn góða árangur. Gangi þér og ykkur vel í baráttunni. kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Til hamingju Siggi með þennan glæsilega árangur. Gangi þér vel.

Þorsteinn Sverrisson, 9.3.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband