Landbúnaður í frjálsu flæði ESB
5.3.2009 | 21:31
Við, Íslendingar erum heppinn að því leiti að eiga öflugan sjávarútveg og öflugan landbúnað. Matvælaiðnað og framleiðendur með vöru í fyrsta gæðaflokki heilbrigðis og hollustu.
Þessa stöðu verðum við að verja með öllum tiltækum ráðum. Matvælafrumvarp sem hefur legið fyrir Alþingi síðastliðin þing er gallað og ver ekki hagsmuni þjóðarinnar, hagsmuni landbúnaðarins sem skyldi. Í gær rann út frestur til að skila inn athugasemdum við matvælafrumvarpið og veit ég að þær verða töluverðar. Ég tel mjög nauðsynlegt að þingið gefi sér góðan tíma til að fara yfir þessar athugasemdir og taka mið af þeim rökum sem þar eru sett fram og eiga að verja íslenskan landbúnað. Þrýstingur frá aðildarríkjum Evrópusambandsins á ekki að hafa þau áhrif að við köstum til hendinni og samþykkjum frumvarp sem betur má fara með frekari yfirlegu.
Evrópusambandsumræða og hugsanleg aðildarumsókn verður að hafa í öndvegi hagsmuni landbúnaðarins, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi í víðari skilningi en við höfum áður hugsað. Þar liggja okkar hagsmunir sem þjóðar. Við megum ekki ógna því öryggi sem felst í að vera sjálfbjarga.
Rekstrarumhverfi bænda er eins og annarra fyrirtækja í landinu ógnað af galinni peningamarkaðsstefnu sem hefur leitt af sér okurvexti og óðaverðbólgu. Það er mikilvægast fyrir bændur eins og önnur fyrirtæki landsins að stuðla með almennum aðgerðum að því að rekstrarumhverfið verði eðlilegt.
Lækkum vexti, styrkjum gengið og komum hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik.
Athugasemdir
Til hamingju sveitungi sæll.
Hér er undarlega lítil umferð, en kannski framsóknarmenn séu frekar í Fésbókinni? kv.hre.
Helga R. Einarsdóttir, 8.3.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.