Kynningarfundir

 

Í undirbúningi póstkosningarinnar fór ég yfirferð um kjördæmið,  hitti fólk og kynnti mér staði og aðstæður sem ég þekkti minna en nánasta umhverfi. Suðurkjördæmi er víðáttumikið, frá Reykjanesi austur fyrir Höfn.

Það er gaman að ferðast um landið og hitta nýtt fólk, eignast nýja vini og hlusta á hugmyndir fólks, áhyggjur og framtíðarvonir.

Á sex dögum hef ég farið  tvisvar sinnum á Suðurnesin, tvisvar ekið austur um allar sveitir, austur á Höfn og farið til Vestmannaeyja. Auk þess að fara um sveitir og þéttbýlisstaði Árnes- og Rangárvallasýslna.

Á þessum ferðum hef ég hitt fjölda fólks og hlustað á það og kynnt mig.

Það er í senn áhugavert og nauðsynlegt fyrir nýja frambjóðendur að fara um hitta fólk og hlusta.

Skipulagðir framboðsfundir hafa nú þegar farið fram í Reykjanesbæ, Borg í Grímsnesi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjabæ. Í dag eru fundir í Vík í Mýrdal kl 16.00 og á Hvolsvelli í kvöld kl 20.30. Annað kvöld er svo síðasti fundurinn í Grindavík. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband