Ræða flutt á kjördæmisþingi 14. febrúar 2009
17.2.2009 | 21:25
Við lifum mikla óvissu tíma. Tíma efnahagslegrar niðursveiflu -þeirrar mestu í áratugi. Tíma mikilla breytinga og umbrota - . Það á við um stjórnmálinn öll , stjórnmálamenn og flokka. En ekki síst eru þetta miklir gjörninga tímar í lífi þjóðar og fólksins í landinu.
Eftir að hafa horft upp á aðgerðalausa ríkisstjórn. Ráðalausa forystumenn þjóðarinnar - stöndum við nú frammi fyrir að kjósa til Alþingis með skömmum fyrirvara.
- Vandinn framundan er risavaxinn og svo virðist sem núverandi ráðamenn nái ekki yfirsýn yfir hann né heldur að leggja til raunverulegar aðgerðir til að við öll getum saman leyst úr honum - unnið þjóð okkar og einstaklinga út úr vandanum.
Á glæsilegu , nýafstöðnu flokksþingi okkar framsóknarmanna gerðum við upp við fortíðina - og við tókum djörf skref til að leggja okkar að mörkum við endurreisn Íslands
Stjórnlagaþing og endurnýjun í röðum þeirra sem bjóða sig fram til að vinna fyrir land og þjóð og flokk er krafan svo endrvinna megi traust almenning á stjórnmálum, mönnum og flokkum.
Það er í kjölfar þessarra breytinga, að sem sá sem hér stendur ákvað að bjóða fram krafta sína til að vinna landi, þjóð og flokki gagn.
Margt fellur mér betur en að standa hér og eiga að mæra sjálfan mig. Miklu heldur vil ég vera dæmdur að verkum mínum og mati samferðamanna.
En ég heiti Sigurður Ingi Jóhannsson er 46 ára (verð 47 í vor) fæddur og uppalinn í Dalbæ í Hrunamannahreppi hjá foreldrum mínum sem þar ráku myndarlegt blandað bú. Að loknu stútendsprófi frá ML bjó ég og starfaði eitt ár í Reykjavík en þar á eftir bjó ég í sex ár í Kaupmannahöfn þar sem ég lærði dýralækningar.
Að námi loknu kom ég heim og tók við, ásamt yngri systkynum mínum, búi foreldra okkar og rak það samhliða dýralækningum um 5 ára skeið. Síðan hef ég starfað sem dýralæknir á öllu Suðurlandi m.a. sem einn af stofnendum Dýralæknaþjónustu Suðurlands. Í upphafi vorum við þrír dýralæknar en nú 13 árum síðar starfa 11 starfsmenn þar af 8 dýralæknar hjá fyrirtækinu.
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á félags- og þjóðmálum. Á uppvaxtarheimili mínu voru opnar umræður um þjóðmál. Móðir mín starfaði mikið að félagsmálum og sat m.a. í sveitarstjórn Hrunammannahrepps og móðurafi minn og nafni var lengi oddviti gamla Selfosshrepps og kauptúns.
Ég valdist til setu í hreppsnefnd hrunamannahrepps 1994 og hef því í vor setið í 15 ár í sveitarstjórn þar af 7 ár sem oddviti, og 4 sem varaoddviti. Á vettvangi samstarfssveitarfélaga hef ég kynnst öllu þeim vandamálum og verkefnum sem blasa við fólkinu í kjördæminu. Á þessum vettvangi hef ég m.a. setið í stjórn Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands í 5 ár , Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, stjórn Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi þar sem ég er varaformaður stjórnar. Auk þess að vera í forsvari á þessu sveitstjórnarkjörtímabili fyrir samstarfi sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps m.a. í félagsmálum, ferðaþjónustu og bygginga- og skipulagsmálum.
Eins og þessi upptalning ber með sér tel ég mig hafa yfirgripsmikla þekkingu á rekstri og umhverfi landbúnaðar og sveitarfélaga og einnig á rekstri fyrirtækja jafnt einkafyritækja sem og í opinbera geiranum.
Ég bý í S-Langholti Hrunamannahreppi með sambýliskonu minni Elsu Ingjaldsdóttur og saman eigum við 5 börn. Þar búum við á litlu býli með nokkra hesta, hund og ketti.
Góðir Framsóknarmenn - eins og eg nefndi í innganginum lifum við óvenjulega tíma. Almenningur í landinu er orðinn leiður á að horfa uppá aðgerðaleysi, óheiðarleika, flokkspot og siðferðisbrest.
Nú er runninn upp nýr tími, - tím nýs siðferðis og heiðarleika jafnt í stjórnmálum sem og viðskiptum.
Þessu verður ekki komið á átakalaust - það krefst áræðis að ráðast gegn ríkjandi öflum. Hugrekkis og heiðarleika til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir land og þjóð.
Ég treysti mér til að ráðast í þetta verkefni. Þessvegna býð ég mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Verkefnið er að efla traust almennings þannig að Alþingi og ríkistjórn með fólkinu í landinu geti byggt upp öflugt Ísland, endurreist traust á alþjóðavettvangi og skapa atvinnu til handa öllum.
Enginn einn nær slíkum árangri - við þurfum að setja saman sterkan lista af dugmiklu og heiðarlegu fólki sem sem með samvinnu og félagsþroska nái að ganga saman í takt. Landi voru, þjóð og flokki til heilla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.