Yfirlýsing til framboðs í Suðurkjördæmi

Að vel athuguðu máli hef ég, Sigurður Ingi Jóhannsson, ákveðið að gefa kost á mér til forystu á lista Framsóknarflokksins Í Suðurkjördæmi.

Ég hef lengi tekið virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins. Jafnframt hef ég setið í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í 15 ár í vor, þar af sjö ár sem oddviti og 4 ár sem varaoddviti.

Með reynslu mína af sveitarstjórnarmálum og óbilandi trú á gildum Framsóknarflokksins, vil ég taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem framundan er á Íslandi. Það starf krefst óeigingirni, heiðarleika, dugnaðar og skynsemi og tel ég mig búa yfir þeim kostum sem þarf til.

Ég bý að Syðra - Langholti, Hrunamannahreppi, fæddur og uppalinn Árnesingur. Sambýliskona mín er Elsa Ingjaldsdóttir og eigum við samtal 5 börn. Ég er dýralæknir að mennt og starfa sem slíkur hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands. Auk þess gegni ég starfi oddvita Hrunamannahrepps og tek virkan þátt pólitísku starfi sveitarfélaga á Suðurlandi með setu í ýmsum stjórnum og nefndum.

Með hugsjónir Framsóknarflokksins í brjósti eru okkur allir vegir færir - saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband