Náms- og starfsferill
17.2.2009 | 14:25
Námsferill
1983 - 1989 Háskólapróf í dýralækningum frá Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL.). Almennt dýrlæknaleyfi í Danmörku vor 1989 og á Íslandi vor 1990.
1978 - 1982 Stúdentspróf af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum að Laugarvatni.
Starfsferill
2002 - Oddviti Hrunamannahrepps (hlutastarf).
1996 - Dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. Er einn af þremur stofnendum félagsins og hef starfað í fullu starfi ( 80% starf frá 2002).
1990 - 1995 Sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu. Settur héraðsdýralæknir í afleysingun í Hreppa- og Laugarásumdæmi ásamt vaktasamstarfi (1992-1994) einnig settur héraðsdýralæknir í V-Barðastrandaumdæmi tímabundið.
1987 - 1994 Bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi des 1987-ágúst 1988 og aftur frá júní 1989 - vors 1994. Dalbær var rekið sem félagsbú okkar systkina, blandað bú aðallega með kýr (30-35) ásamt u.þ.b. 100 kindur.
1984 - 1989 Ýmiss tímabundin vinna í jólafríum og sumarfríum í Danmörku og á Íslandi (m.a. Límtré hf. Á Flúðum).
1982 - 1983 Frá september 1982 - maí 1983 afgreiðslu- og verkamannavinna í Mjólkursamsölunni í Reykjavík.
1970 - 1984 Landbúnaðarstörf á búi foreldra minna samhliða námi. Þar með talinn byggingarvinna við uppbyggingu búsins 1972-1981 samfellt. Vélavinna, umhirða dýra og önnur þau störf sem tilfalla á stóru búi.
Félags- og trúnaðarstörf
2007 - Varaformaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
2006 - Formaður skipulags- og bygginganefndar uppsveita Árnessýslu
2006 - Oddviti oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps
2006 - Í Heilbrigðisnefnd Suðurlands
2003 - 2006 Í samgöngunefnd sambands sunnlenskra sveitarfélaga.
2002 - 2007 Í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Varaform. frá 2006.
2002 - Héraðsnefnd Árnesinga í fulltrúastjórn, skoðunarmaður reikninga stofnanna héraðsnefndar. (Tónlistarskóla, Héraðskjalasafns, Byggðasafns, Listasafns ásamt Héraðsnefndar Árnesinga) 2002-2006.
1994 - Kosinn til setu í sveitarstjórn Hrunamannahrepps og hef setið þar síðan. Varaoddviti 1994-1998 og oddviti frá 2002. Hef setið í fjölmörgum nefndum og verkefnisstjórnum í sveitarfélaginu og einnig fyrir hönd Hrunamannahrepps á samvinnuvettvangi sveitarfélaga.
1996 - Formaður stjórnar Dýralæknaþjónustu Suðurlands ehf. frá stofnun.
2002 -2003 Í stjórn Kaupfélags Árnesinga.
2001 - Formaður stjórnar skólanefndar Menntaskólans að Laugarvatni, varamaður 1997-2001.
1996 -2002 og aftur 2003 - 2005 Formaður stjórnar Hótels Flúða hf. frá stofnun 1996 félagsins og formaður byggingarnefndar hótelsins 1998-2000.
1996 -1998 Í ráðherraskipaðri nefnd sem vann að breytingum á dýralæknalögum.
1994 -1996 Meðstjórnandi í stjórn Dýralæknafélags Íslands
1993 -1997 Í sóknarnefnd Hrepphólakirkju, gjaldkeri.
1990 -1996 UMFH, varastjórn og gjaldkeri knattspyrnudeildar.
1976 -1982 Ungmennafélag Hrunamanna (UMFH) ýmsar nefndir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.