Geysilega góð ráðstöfun - vegamál
9.5.2011 | 16:19
Geysilega góð ráðstöfun
Síðastliðinn mánudag lét fjármálaráðherra þau orð falla að gerð Vaðlaheiðarganga nú sé bæði þjóðhagslega, umhverfislega og byggðarlega geysilega góð ráðstöfun. Sá sem hér skrifar vill taka undir það.
Það er þó rétt að minna ráðherrann á að samkvæmt svari þáverandi samgönguráðherra sumarið 2009 við fyrirspurn undirritaðs um arðsemi framkvæmda kom í ljós að arðsemi við gerð Vaðlaheiðarganga var talið tæp 8%. Í sama svari kom fram að arðsemi Suðurlandsvegar væri 16-21-28% eftir útfærslum.
Samkvæmt því er sú framkvæmd u.þ.b.þrisvar sinnum betri ráðstöfun ekki síst ef tekið er t.t. tíðni alvarlegra slysa og banaslysa.Seinna í sömu umræðu sendi ráðherra norðanmönnum góðar kveðjur en sunnlendingum tónninn. Heimamenn (norðanmenn) hafa komið mjög myndarlega að þessu verki með söfnun hlutafjár og sýnt þannig hug sinn og þeir kvarta ekki undan því að vegtollur verði látinn borga niður verkið, enda munu þeir fá sín Vaðlaheiðargöng en kannski er álitamál um sumar aðrar framkvæmdir sem menn (sunnanmenn) vilja fá án þess að borga fyrir þær. (innansviga og leturbreyting undirritaðs)
Sama dag fékk undirritaður í hendur svar frá sama fjármálaráðherra um tekjur af Vesturlandsvegi,Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi þar sem fram kemur að markaðar tekjur til vegagerðar þar eru 1-1.5 milljarðar á ári.
Það þýðir að án veggjalda muni markaðartekjur duga til að greiða niður framkvæmdina á 15 árum. Viðbótar veggjöld muni flýta uppgreiðslu framkvæmdanna um ca. 7 ár.
Sem sagt að notendur Suðurlandsvegar greiði allan kostnað á 8 árum af framkvæmd sem á að standa í 30-40 ár !
Geysilega sanngjarnt eða hvað fjármálaráðherra?Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.