Skynsamleg byggðastefna
25.3.2011 | 14:10
Það er áhugaverður punktur sem bæjarstjórinn á Akureyri hreyfir við varðandi eftirlit og þjónustu í sambandi við verksmiðju Becromel í Krossanesi.
Í langan tíma hefur það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga - frá höfuðborgarsvæðinu og til landsbyggðar. - Í orði - !!
Í raun hefur tilhneigingin verið öll á hinn veginn. Ríkisstofnanir - eins og Umhverfisstofnun, Matvælastofnun ofl. hafa verið að sölsa undir sig verkefni - bæði stór og smá. Frá sveitarfélögunum/landsbyggðinni og til ríkisins/höfuðborgarsvæðisins.
Þetta hefur verið gert með rökum um að nauðsynlegt sé að hafa miðlæga fagþekkingu á einum stað, umfangið sé svo mikið að ríkið verði að koma að því og oftar en ekki að einhver EES- tilskipun eða ESB segi að svo verði að vera.
En er það svo? Er ekki líklegra að nærumhverfið og þar með eftirlitið sé betur með puttann á púlsinum - geti fyrr tekið í taumana - séð betur um venjubundið eftirlit / þjónustu en hin miðlæga stofnun.?
Er kannski skynsamlegast að allt eftirlit sé hjá sveitarfélögunum en ríkisstofnanirnar séu eingöngu stjórnsýslu stofnanir? - Eða er skynsamlegast að allt eftirlit og stjórnsýsla sé hjá ríkisvaldinu ? við erum jú bara 320 þús. hræður! - En í hlutfallslega stóru og dreifbýlu landi.
Skynsamlegasta byggðastefnan er að þjónustan sé sem víðast (innan skynsamlegra hagrænna marka) hvort sem um yrði að ræða þjónustueiningar ríkisins sem væri dreift um landið - eða þjónustueiningar á vegum sveitarfélaga.
Núverandi ástand er allavegana hvorki það rétta - né skynsamlegasta. Svo væri náttúrulega hægt að flytja höfuðstöðvar stofnanna ríkisins út um land allt.
Niðurstaðan er - að mínu mati að skynsamlegra sé að hafa þjónustueiningar um allt land -frekar en að senda eftir sérfræðingum - að sunnan. Það virkar einfaldlega betur og er þar með skynsamlegra.
Mottó: Hafa skal það sem skynsamara er.
Vill eftirlitið heim í hérað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.