Hoggið í sama knérunn

Þrátt fyrir margar umræður í þinginu um öfgapólitík umhverfisráðherra - þrátt fyrir niðurstöðu Héraðsdóms, þar sem umhverfisráðherra var dæmd fyrir lögbrot - og þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi staðfest dóm í undirrétti - já þrátt fyrir allt lemur umhverfisráðherra höfði við stein.

Staðreyndin er sú að engin er lagastoðin fyrir gjörningum umhverfisráðherra. Staðreynd er líka sú að umhverfisráðherra reyndi að láta breyta skipulagslögunum þannig að það væri bannað að láta framkvæmdaraðila greiða fyrir sannanlegan skipulagskostnað sveitarfélags. Alþingi hafnaði hugmyndum umhverfisráðherra vegna þess að það er ekki skynsamlegt að sveitarfélög séu skyldug að greiða kostnað 3.aðila. Lögin voru samþykkt í september 2010.

 Samt ætlar ráðherra að reyna að láta umræðuna snúast um það að lögin séu ekki skýr. Þau eru skýr ráðherranum og öfga skoðunum hennar var hafnað. Það sama gerðist í dag í Hæstarétti - öfgaskoðunum ráðherrans var hafnað og á hana sönnuð lögbrot.

Það eina rétt sem ráðherrann gerði í stöðunni -væri að segja af sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Segðu mér telur þú það tilheyra kostnaði við skipulag að greiða fyrir kaldavatnslögn inn í sveitarfélagið og bæta GSM samband leggaja vegi og malbika þá í leiðinni.

Á sínum tíma þá hafnaði sveitarstjórn Flóahrepps þesari virkjun sem þú vilt að rísi en þá sendi stjór Landsvirkjunar jakkaklædda menn austur með þrjátíu silfurpeninga í skjóðu og eftir nokkra fund þá breyttu þessi sömu sveitarstjórnarmenn um skoðun, hefur þú aldrei velt því fyrir þér hvers vegna það var. Þér er tíðrætt um öfgvaskoðanir Svandísar en ég get lika sagt að þú hafir öfgvaskoðanir á því að eyðileggja nátúruna í kringum Þjórsá en ég er ekki viss um að þú sért sammála því.

Hafðu það svo sem allara best

kveðja

Viðar Magnússon

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jóhannsson

Þakka þér góða kveðju Viðar og sömuleiðis. Við verðum sjálfsagt seint sammála um umhverfisráðstýru eða mat á náttúruskaða - svona almennt. En það er rangt hjá þér að sveitarstjórn Flóa hafi hafnað Urriðafossvirkjun. - svo það sé nú sagt einu sinni enn að þá eru það ekki sveitarfélögin sem virkja - það er t,d, ríkisfyrirtækið Landsvirkjun. Til að samræmast svæðisskipulagi sveitarfélaga við Þjórsá var nauðsynlegt að setja virkjanir inn á skipulag til samræmis við staðfest skipulög austan árinnar. Hvort það yrði síðan virkjað og hvernig er önnur ákvörðun sem fleiri koma að - þar hefði Umhverfis geta beitt öfgaskoðunum sínum á ríkisstjórn og eða Landsvirkjun - en þess í stað misbeitti Umhverfis valdi sínu á litlu sveitarfélagi vegna skipulagsmála - og var dæmd fyrir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, 21.2.2011 kl. 17:04

3 identicon

Sæll

 Ég sé á svari þínu að þú ert fljótur að læra þarna niðri á Alþingi þú svarar ekki þeim spurningum sem ég legg fyrir þig og snýrð útúr hinu.

Ég er nú kannski enginn gáfumaður en ég veit þó að sveitarstjórn Flóahrepps kemur ekki til með að reisa þessa virkjun ef af verður.

Þar sem ég veit að þú vilt vera maður sannleikans þá sendi ég þér hér upplýsingar frá fundum sveitarstjórnar Flóahrepps.

Fundargerð frá 13. júní 2007, fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps þar sem finna má bókun að; sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun sem var í upphaflegri tillögu fyrrverandi hreppsnefndar Villingaholtshrepps. Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans, né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar.

 

Í fundargerð Flóahrepps frá 15. júni 2007 kemur fram að Landsvirkjun er búin að blanda sér í málefni sveitarfélagsins. Þeir voru snöggir aðeins tveimur dögum eftir að fyrri smþykktin var gerð.

 

Á sveitarstjórnarfundi 14. nóvember 2007 er málinu lokið og Landsvirkjun kominn með pening. Ansi gott á ekki lengri tíma að fá menn til að skipta algerlega um skoðun.

 

Ef ég nota þín rök og set virkjun fyrir ofan Gullfoss og fæ Bláskógabyggð til að samþykkja það vegna þess að ég ætla að reisa stöðvarhúsin þeirra megin er þá sveitarstjórn Hrunamannahrepps skildug til að fallast á þetta mál?

 

Eins og ég sagði áðan þá veit ég að þú vilt vera maður sannleikans og vil þess vegna skora á þig að gera eftirfarandi.

 

Að leggja framm fyrirspurn til Iðnaðarráðherra og fá skriflegt svar .

 

1: Hvað kostaði það Landsvirkjun að fá breytt teikningum vegna Urriðafossvirkjunar það er þeim teikingum sem snúa að aðalskipulaginu.

2: Hvað áætlar Landsvirkjun að það muni kosta það samkomulag sem gert var við Flóahrepp og hvað er búið að greiða út.

Það en alkunna (svo notað sé málfar Hæstaréttar ) að Landsvirkjun hafi greitt verktakanum sem sá um lagninguvatnsveitunar beint og milliliðalaust en ekki í gegnum sveitarfélagið.

Eins hefur því verið haldið framm að þetta mál hafi tafið allar frammkvæmdir í sveitnni og menn varla getað hreyft sig vegna þess að það vantaði Aðalskipulag fyrir sveitina, ef að þetta er rétt viltu þá athuga fyrir mig hvort að þær frammkvæmdir sem þó hafa farið framm séu löglegar.

Læt þetta nægja að sinni

Bestu kveðjur héðan af lálendinu

Viðar Magnússon

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband