Atvinnustefna ríkisstjórnarinnar?
26.11.2010 | 09:06
Leitað hefur verið lengi að atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hún er nú fundin - þar fer forsætisráðherra Samfylkingar fremst en ráðherrar VG skammt að baki.
"Eitthvað annað" stefnan er þá - opinberar nefndir!! Hagvöxtur - aukin framleiðni landsins - það bíður seinni tíma - og annarrar ríkisstjórnar. Það er ekki á verkefna-samstarfsskrá ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.
Það er verulegt áhyggju efni að hagvaxtarspáin hefur lækkað um 35% frá í vor - eða úr 3.2% niður í 2%.
´Sérkennilegast er þó að spáin byggist aðallega á aukinni einkaneyslu. Það er lántökum heimila og aukinni neyslu þeirra . . . . . vorum við ekki búin að prófa það . . . . . það gekk ekki.
Valkosturinn sem ríkisstjórnin vill ekki en ýmsir hafa bent á (Framsóknarmenn, Lilja Mósesdóttir ofl) er að leiðrétta skuldir heimila, minni niðurskurð m.a. á heilbrigðisstofnunum - og síðan síðast en alls ekki síst að gera allt til að koma atvinnulífinu í gang með arðbærum verkefnum sem skila raunverulegum auknum tekjum til þjóðarbúsins bæði sem útflutningstekjum og sköttum.
Hafa skipað 150 nefndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heimilin munu ekki taka lán - ÞAU GETA ÞAÐ EKKI - einkaneyslan er og verður fólgin í ítrustu nauðsynjum - það fer allt í svarthol SJS sem gleypir allt sem heitir laun - ef viðkomandi hefur vinnu -
Ég ætlaði að segja frá kunningja mínum sem er bundinn við hjólastól og er með útbúnað til þess að komast í ökumannssæti bifreiðar sinnar - hann á enn fyrir bensíni - stundum - þannig að hann getur farið og verslað - t.d. mat -
En ég hætti við að segja frá honum - SJS og skattriði gætu hugsað upp nýjar álögur t.d. hjólastólainnkaupaferðaskatt.
Læt þetta liggja.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.11.2010 kl. 09:56
Hverjir komu okkur í þessa aðstæður ? B, G og R
forvitinn (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.