Stefnuleysi ríkisvalds
3.2.2010 | 12:17
Enn heggur ríkisstjórnin í sama knérum. Enn er stefnuleysi, seinagangur og áhugaleysi á markvissri atvinnuuppbyggingu. Ákvörðun umhverfisráðherra um synjun á staðfestingu aðalskipulaga Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps er dæmi um enn ein neikvæð skilaboð til atvinnulífsins um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. Á meðan fjölgar fólki á atvinnuleysisskrá og sú von um að brátt horfi til betri tíðar minnkar.
Að það taki 14 mánuði fyrir ráðherra að komast að niðurstöðu er a.m.k. óskiljanlegur seinagangur, en í versta falli atlaga að atvinnuuppbyggingu og endurreisn atvinnulífs. Úrskurðurinn er illskiljanlegur, í tilfelli Flóahrepps var búið að greiða úr þeim vandamálum sem töldust tengjast greiðslum Landsvirkjunar samt vísar ráðherrann til þess í úrskurðinum. Engin efnisleg málsmeðferð en dylgjur um að greiðslur Landsvirkjunar hafi haft áhrif á sveitarstjórnarmenn.
Þrátt fyrir að í frumvarpi að nýjum skipulagslögum sé einmitt ákvæði sem geri sveitarfélögum kleyft að innheimta kostnað vegna áforma einkaaðila, landeigenda eða framkvæmdaraðila. Og þannig tryggja í lögum það sem allir hafa séð að er nauðsynlegt þá notar ráðherra skort á skýru lagaákvæði núverandi laga til að synja staðfestingarinnar.
Er það þar með vilji ráðherrans að almenningur af skattfé sínu greiði allan kostnað við skipulagsvinnu vegna hugmynda einkaaðila? Jafnvel af framkvæmdum sem skila engum tekjum í samfélagssjóði. Það væri merkileg yfirlýsing af hálfu ráðherrans. Ráðherrann er með þessum úrskurði sínum að höggva nærri sjálfsákvörðunarvaldi sveitarfélaga í skipulagsmálum.
Eða er það henti stefna ráðherrans að í þessu máli (sem snýst um virkjanir) sé best að hugsa hvorki til framtíðar, atvinnumála né taka tillit til fordæma.
Afleiðingin er að það hægir á endurreisn atvinnulífsins. Gjaldþrotum fyrirtækja mun fjölga. Atvinnuleysi mun vaxa. Mikil er ábyrgð umhverfisráðherra.
Lengi viðgengist að hagsmunaaðilar kosti skipulagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2010 kl. 11:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.