Hér liggja okkar hagsmunir

Síðastliðið sumar átti ég þess kost að heimsækja Grönnedal á Grænlandi  vegna þema ráðstefnu Vest-Norræna- Ráðsins. (VNR er samstarf Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga). Henrik Kudsk aðmírál bauð uppá að nota aðstöðuna í Grönnedal og notaði tækifærið til að flytja fyrirlestur um siglingar við Grænland.

Hans meginmál var að opna augu okkar allra fyrir því að siglingaleiðir norðvestan  Grænlands og eins um Íshaf -norðaustur siglingaleiðin - væru að opnast. Möguleikarnir væru ótal margir sem liggja í því m.a. að þjónusta þau skip. En ekki síður væru ýmislegar hættur og verkefni sem þyrfti að leysa. Aukin mengunarhætta vegna sjóslysa (t.d. olíuskip), veruleg hætta á miklum mannskaða vegna siglinga stórra skemmtiferðaskipa upp með austur strönd Grænlands í ókönnuðum sjó - eins og fram kemur í frétt Politíken. Slys sem gætu, ef illa færi, verið á skala Titanic-slysins eða stærri.

Í máli aðmírálsins kom fram að helsti samstarfsaðili "Grönlands kommando" eða sjóhers danska hersins í Grænlandi væri íslenska Landhelgisgæslan.

Hér liggja okkar hagsmunir - bæði að auka eftirlit með sjóferðum en einnig að stórauka samstarf við aðra hagsmuna aðila á þessu svæði eins og Grænlendinga og  Færeyinga (Dani) og Norðmenn. Við ættum að hafa frumkvæði að stofnun sameiginlegs öryggis- og björgunarliðs sem hefði höfuðstöðvar hér á Íslandi.

Framtíðar hagsmunir þjóðarinnar liggja í að nýta og vernda auðlindir á og við Ísland. Það gerum við best í samstarfi við þjóðir og lönd sem hafa sameiginlega hagsmuni og skilning á slíkum málum. Það eru löndin við Norður- Atlantshaf en ekki löndin í mið- eða suður Evrópu.

 


mbl.is Óttast stórslys við Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband