Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hræðsluáróðurinn virkar ekki

Um daginn velti ég því fyrir mér að umhugsunarvert væri hverjir væru að selja Icesave-samninginn fyrir stjórnvöld.  Bankarnir - sem eru að stærstu leiti í eigu erlendra kröfuhafa (sem enginn fær að vita hverjir eru?!?!) og samninganefndin sjálf. Því til viðbótar nokkrir - "usual suspects" úr liði háskólakennara sem vildu Icesave I og II og nú III. 

T.d. bauð Arion-banki upp á mjög villandi kynningu frá annars vegar manni úr samninganefndinni og hins vegar manni sem kynntur var sem fjármálasérfræðingur en hefur verið lengi í vinnu fyrir fjármálaráðuneytið og vann að gerð Icesave-samninganna.

Afkoma bankanna og himin há laun bankastjóra setja síðan "kynninguna" í sérstakt ljós.

 

Bankarnir hugsa um að hámarka ávinning sinn í skjóli ríkisábyrgðar og háskólamennirnir ætla örugglega ekki að fallast á að skorið verði niður í deildum þeirra til að standa straum af kostnaðinum. Í báðum tilvikum eiga einhverjir aðrir, almenningur, að bera kostnaðinn.

 

En almenningur á Íslandi lætur ekki hræða sig frá að velta hlutunum fyrir sér og draga sínar eigin ályktanir.

 

Það er hinsvegar dæmi um enn eitt klúðrið hjá ríkisstjórninni að fyrst nú 3 vikum fyrir kjördag og um það leiti sem utankjörstaðakosning er hafinn - að þá - JÁ ÞÁ FYRST - ætlar ríkisstjórnin að sjá sóma sinn að kynna málið fyrir þeim sem eiga að taka ákvörðun um hvort almenningur á Íslandi eigi að greiða skuldir einkabanka.

 

Í langan tíma hefur verið ljóst að þjóðinni er treystandi -forsetanum er treystandi - en ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir verkinu. Ekki þessu frekar en flestu öðru.


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En fjölmiðlum?

Áhugavert væri að sjá tölur yfir traust á fjölmiðlum - ekki síst í ljósi síðustu útspila þeirra á blaðamannafundi Forseta Íslands og í viðtölum á eftir við stjórnmálamenn og svokallaða álitsgjafa.

Þetta er mikilvægt því á næstu vikum munu fjölmiðlar þurfa að fjalla um Icesave III á málefnalegan hátt - þar sem þeir verða að forðast hræðsluáróður. Ef þeir vilja fylgja einni stefnu frekar en annarri eiga þeir að lýsa því yfir en ekki fela stefnumörkun sýna inn í fréttum eða í umfjöllun. M.a með því að velja sér viðmælendur sem eru á sömu skoðun og fjölmiðillinn.

En nú vandast vandi RÚV - þar sem það á að fjalla með hlutlausum hætti um málin.!!! Hefur þeim tekist það upp á síðkastið? Icesave I?? Icesave II ??!! Synjun Forseta á Icesave II??!! ICesave III? Umfjöllun eða réttara sagt umfjöllunarleysi um brot umhverfisráðherra á landslögum?? ESB umfjöllun Spegilsins ofl??? - og svo mætti lengi upptelja. Var botninum náð í gær á blaðamannafundinum og í umfjölluninni í kjölfarið?

 Annað sem áhugavert væri að skoða en það er traust á sveitarstjórnarstiginu - öðru en Borgarstjórn R-Vík sem hefur litlu meira traust en Alþingi. - Mig grunar að víða á Landsbyggðinni -allaveganna  -muni það skora nokkuð hátt.

En það er glæsilegt að sumar stofnanir samfélagsins eins og lögregla, Landhelgisgæsla og Háskóli Íslands skuli skora svona hátt í mati á trausti. Það er traustvekjandi.


mbl.is Treysta Landhelgisgæslu, lögreglu og HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flaggað fyrir forseta vorum - hann treystir þjóðinni


Umræða á villigötum

 Ég er sammála Brynjari Níelssyni og reyndar mjög mörgum öðrum að aðalatriðið í Hæstaréttarmálinu sé að ráðherrar fari að lögum. Til að rugla umræðuna blanda menn umhverfisvernd, and-atvinnustefnu VG og jafnvel femínisma saman við til að réttlæta lögbrotið. - Um það snýst málið ekki.

Birti hér fyrir neðan grein sem birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni - um þetta mál.

Umræða á villigötum

  

Enginn efast um skoðanir umhverfisráðherra á virkjunum og áhuga á að vernda umhverfið. Trúlega hefur vaskleg framganga hennar á þeim vettvangi valdið því að þingflokkur og formaður VG kusu hana sem ráðherra umhverfismála.

En í máli Flóahrepps gegn umhverfisráðherra var ekki verið að fjalla um þau störf eða skoðanir ráðherra. Dómur héraðsdóms og Hæstaréttar snerist um að ráðherra hefði ekki farið að lögum. Þar var ekki verið að fjalla um umhverfismál. Ráðherra braut á stjórnskipunarlegum rétti sveitarfélaga varðandi skipulagsmál. Sama málaflokk og ráðherrann ber ábyrgð á. Samt kom í ljós að lítill sveitahreppur og hans lýðræðislegu kosnu fulltrúar og embættismenn túlkuðu lögin rétt en ráðherrann rangt. Það hlýtur að hafa einhverjar afleiðingar þegar ráðherrar misbeita valdi sínu. Höfum við ekkert lært frá hruni? Lærðum við ekkert af Rannsóknarskýrslu Alþingis? Ætlum við ekki að fara eftir þingsályktun 63-0 um að formgera stjórnsýsluna, bæta verklag og auka ábyrgð?

Nýtt siðferði?

Það er svo með ólíkindum með hvaða hætti þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar brigsla lýðræðislega kosnum fulltrúum sveitarfélaga um mútuþægni og annarleg sjónarmið. Hæstiréttur hreinsaði þá af öllum slíkum ávirðingum. Ráðherrar og þingmenn skulda þessu fólki afsökunarbeiðni og ættu að líta í eiginbarm áður en þeir tala niður til fólks sem sýnt hefur af sér meiri og betri þekkingu á lögum og stjórnsýslu.

Nýtt Ísland?

Það er líka einnar umræðu virði að fjalla um fréttaumfjöllun ríkisfjölmiðilsins RÚV. Formaður og varaformaður VG fara með eignarhald ríkisins og eftirlit á miðlinum. Það var eftirtektarvert að á fyrsta sólarhring eftir dóm Hæstaréttar tókst RÚV að forðast fréttina eins og köttur heitan graut. Það virtist ekki vera mikið mál á þeim bæ að ráðherra hefði verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að fara ekki að lögum.

Aðalatriðið  í þessu máli er hinsvegar að umhverfisráðherra braut lög. Eftir ráðherranum hefur verið haft – bæði í fjölmiðlum og á þingi – að hún sé í pólitík og allar ákvarðanir hennar séu pólitískar. Engin afsögn. Engin iðrun. Engin afsökunarbeiðni.

Og hvað mun nú gerast? Mun ráðherrann staðfesta skipulag Flóahrepps? Mun ráðherrann staðfesta skipulag vegna Hvamms- og Holtavirkjana í Skeiða- og Gnúpverjahreppi – en það skipulag hefur beðið staðfestingar ráðherra á 3. ár.

Atvinnuleysið og landflóttinn mun ekki minnka og réttlætiskennd landsmanna vaxa fyrr en ráðherrar fara að lögum og við förum að fylgja uppbyggjandi atvinnustefnu.


mbl.is Umhverfisráðherra á að fara að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hoggið í sama knérunn

Þrátt fyrir margar umræður í þinginu um öfgapólitík umhverfisráðherra - þrátt fyrir niðurstöðu Héraðsdóms, þar sem umhverfisráðherra var dæmd fyrir lögbrot - og þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi staðfest dóm í undirrétti - já þrátt fyrir allt lemur umhverfisráðherra höfði við stein.

Staðreyndin er sú að engin er lagastoðin fyrir gjörningum umhverfisráðherra. Staðreynd er líka sú að umhverfisráðherra reyndi að láta breyta skipulagslögunum þannig að það væri bannað að láta framkvæmdaraðila greiða fyrir sannanlegan skipulagskostnað sveitarfélags. Alþingi hafnaði hugmyndum umhverfisráðherra vegna þess að það er ekki skynsamlegt að sveitarfélög séu skyldug að greiða kostnað 3.aðila. Lögin voru samþykkt í september 2010.

 Samt ætlar ráðherra að reyna að láta umræðuna snúast um það að lögin séu ekki skýr. Þau eru skýr ráðherranum og öfga skoðunum hennar var hafnað. Það sama gerðist í dag í Hæstarétti - öfgaskoðunum ráðherrans var hafnað og á hana sönnuð lögbrot.

Það eina rétt sem ráðherrann gerði í stöðunni -væri að segja af sér. 


Við hljótum að krefjast afsagnar ráðherrans

Þrátt fyrir að umhverfisráðherra fengi hverja ráðlegginguna á fætur annarri þá hlustaði ráðherra ekki á eitt né neitt. Margir urðu til að benda ráðherranum á að hún hefði ekki lagastoð í að hafna aðalskipulagi Flóahrepps.

 Og þegar niðurstaða Héraðsdóms lá fyrir var það mér og fleirum óskiljanlegt af hverju ráðherrann hlustaði ekki á þau góðu ráð. Þess í stað setti ráðherrann undir sig hausinn og má segja ítrekaði lögbrot sitt með því að áfrýja til Hæstaréttar.

 Nú hefur æðsti dómstóll landsins talað - ráðherrann braut landslög. Afleiðing af slíkum embættisafglöpum (sem margir reyndu að benda ráðherranum á í tíma ) - afleiðingin hlýtur að verða afsögn ráðherrans. Annað væri staðfesting á því að við höfum ekkert lært af Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því vil ég ekki trúa.


mbl.is Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar alla skynsemi

Í gær var á Alþingi umræða um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-Orku. Birti hér uppkastið af ræðu minni þar. Inntakið er að ríkið hafi enga stefnu en valsi um milli ofstækis þjóðnýtingarhugmynda ala Hugo Chaves og frjálshyggju hægri-krata. Það vantar alla skynsemi. 

Virðulegi ForsetiTil að byggja upp atvinnulíf er eitt það mikilvægasta að ríkisvaldið hafi skýra stefnu.Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-orku og Magma Energy?Hver er stefnan varðandi orkuauðlindirnar? sjávarauðlindina? vatnsauðlindina? Eina stundina tala Samfylkingar-ráðherrar og -þingmenn eins og hæstvirtur iðnaðarráðherra og/eða háttvirtur varaformaður viðskiptanefndar um að núverandi eignarhald Magma á HS-orku - sé stefna Ríkisstjórnarinnar. - Í annan tíma heyrist frá öðrum þingmönnum Samfylkingar það sama og flestir ráðherrar og þingmenn VG virðast vilja þ.e. eignarnám og opinbera eign á nýtingarfyrirtækinu. Sem sagt – Annarsvegar þjóðnýting í anda Hugo Chaves og Venesúla og hinsvegar hægrikratismi sem þekkist víða um hinn vestræna heim. Svo eru nokkrir einhverstaðar mitt á milli.  Eigum við að taka upp bæjarútgerðir aftur? Eignarnám á hita- og vatnsveitur í landinu? Ja- hver er nú stefna Ríkisstjórnarinnar? – veit það einhver! Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hæstvirtir höfuð - ríkisstjórnarinnar virðast ekki vita það. Þau hafa bæði talað og staðið fyrir öllum útgáfum að stefnuleysinu. Þegar Orkuveita Reykjavíkur var að selja sinn hluta í HS-orku til Magma síðla sumars 2009  bað hæstvirtur fjármálaráðherra um extra 2 vikur til að fara yfir málið og hugsanlega ganga inn í söluna. Hvað gerðist? – ekki neitt!!- þá sá hann og ríkisstjórnin enga ástæðu til aðgerða – lágu þó allar upplýsingar á borðinu um alltof langan samningstíma – erlent eignarhald osfr..  Hver er stefna ríkisstjórnar sem kennir sig við norrænt velferðarríki?Virðulegur forseti á Norðurlöndunum þekkist bæði að auðlindir séu í almannaeigu eða einka – þannig eru 2/3 vatnsauðlinda í Danmörku í einka-eigu – þar setja menn hinsvegar almenn lög um nýtingu, auðlindarentu, arð ofl.   – það þykir skynsamlegt þar.Á öllum Norðurlöndum eru stóru orkufyrirtækin í blandaðri eign opinberra og einkaaðila - fyrirtæki eins og Norsk Hydro , Dansk NaturGas (DONG) ofl ofl. Þar þykir það skynsamlegt að láta einkaaðila um áhættusama nýtingarhlutann en setja almennar reglur um hámarksgjaldskrá, hæfilegan samningstíma (20-30ár),  arð og rentu almennings.Hérlendis vantar alla skynsemi enda er hér  ýmist uppi á borði öfga-vinstristefna VG eða hentistefna Samfylkingar. Það er ekki leiðin framá við – það er ekki leið skynseminnar.

Auðlindir - orka

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um auðlindir landsins ekki síst orku auðlindina. Hinsvegar hefur umræðan ekki öll verið upplýsandi né hófstillt. Fullyrða má að mjög mikils misskilnings eða ætti maður heldur að segja mismunandi skilnings gæti í yfirlýsingum fólks. Til að mynda má spyrja sig eftir árangursríka herferð í að safna undirskriftum á orkuauðlindir.is hvort allir þar hafi sama skilning á um hvað eigi að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á að kjósa um að allar orkuauðlindir - og jafnvel allar auðlindir- eigi að vera í almannaeigu og rekstur, nýting í höndum almennings. Eru allir sem skrifuðu undir sammála um að gera alla nýtingu auðlinda að opinberum rekstri?

Hér í fréttinni um Orkustöð Húsavíkur kemur fram að Orkuveitan á Húsavík hafi verið í áhættu- og nýsköpunarrekstri til að hámarka arðsemi almennings á orkuauðlindinni með því að framleiða rafmagn með svokallaðri Kalinatækni. Er ekki skynsamlegt að áhættan sé tekin af einkaaðila eða telja einhverjir að fjárfestar hvorki innlendir né erlendir megi koma nálægt orku Íslands?

Í því sambandi er rétt að benda á að á margnefndum Norðurlöndum eru flest stóru orkufyrirtækin bæði í opinberri eigu sem og með einkafjármagn. t.a.m. Norsk Hydro, Statoil, DONG (Dansk-natur-gas) osfr osfr.

Mín skoðun er að koma eigi auðlindaákvæði í stjórnarskrána sem tryggi eignarhald almennings. Ég tel að leiga á nýtingarrétt komi vel til greina en þá að hámarki til 25-30 ára og að setja verði ákvæði um hámarks gjaldskrá og auðlindagjald eins og er t.d. um kaldavatnsveitur í Danmörku til  að tryggja rétt almennings og tekjur af auðlindinni.

Vörumst öfga stefnur hægri og vinstri. Tökum upp skynsama miðjustefnu, lærum af nágrönnum okkar á Norðurlöndum og ræðum af yfirvegun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar.

 Orka, vatn og matur það eru okkar náttúru-auðlindir - þær verðum við að nýta - það skapar atvinnu og hagsæld fyrir alla Íslendinga.

 

 


mbl.is Tekur aftur við Orkustöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man einhver . . .

Er ekki rétt að rifja upp kór fjármálaráðherra Steingríms J og fylgisveina hans í VG og Samfylkingarinnar allrar þess efnis að allt væri stopp á Íslandi vegna Icesave - þess vegna ætti að samþykkja sakamanna-samning Svavars og Indriða.

Fyrirtæki áttu ekki að geta endurfjármagnað sig erlendis. Marel, Iclandic Group, Landsvirkjun osfr gátu það öll og í tilviki Marels allaveganna fleiri um boðið og kjör mjög ásættanleg.

Skuldtryggingarálag Íslands átti að fara í hæstu hæðir - staðreyndin er að það hefur lækkað æ síðan þjóðin hafnaði skuldaklafa samningi VG og Samfylkingar.

Sigmundur Davíð formaður Framsóknar  fór algjörlega með rétt mál og stóð fremstur á þingi í að berjast fyrir réttum málstað. Málstað þjóðarinnar og þar með fyrirtækjanna líka.


mbl.is Icesave hefur ekki áhrif á erlenda fjármögnun fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Það var fjölmennt á opnunarhátíð heimamanna þegar umferð var hleypt á nýju Hvítárbrúna. Frábært framtak sex kvenna sem ættaðar eru úr Tungunum en búa í Hrunamannahreppi í samstarfi við JÁ-verktaka. Ekkert mál að steikja kleinur í hundraði, kaffi, gos og annað meðlæti. Hugmyndin kviknaði um helgina - framkvæmdin var komin á fullt á mánudegi.

Svona jákvæðni, kraft og samheldni vantar víða í íslenskt samfélag. En í samfélagi uppsveita Árnessýslu er nægt framboð slíkra krafta og er veltekið af samborgurum. Enda mættu hundruðir Hreppamanna, Tungnamanna og nágranna úr samliggjandi sveitum.

Svona á að halda veislu. Þetta var virkilega skemmtilegt.Nýja Hvítárbrúin 003


mbl.is Fagna opnun Hvítárbrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband