Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Samkomulag - misskilningur

Það náðist samkomulag á þingi í gær um að greiða atkvæði um þónokkrar tillögur sem spyrja á þjóðina út í. Sjálfum finnst mér tíminn vera rangur. Spurningarnar - ýmsar - vanhugsaðar og illa ígrundaðar. Erfitt verður að túlka niðurstöður skoðanakönnunnarinnar. Því þessi "þjóðaratkvæðagreiðsla er ekkert annað en skoðanakönnunn. Breytingatillögurnar hafa ekki fengið nægilega umfjöllun - margar eru í það minnsta jafn góðar ef ekki betri en þær 5-6 tillögur sem meirihlutinn leggur til. Sumar mjög mikilvægar - lykilspurningar eins og um valdsvið forseta og fullveldisafsal.

Á sama tíma - samhliða þessum spurningavagni - er búið að ráða sérfræðinga til að skoða tillögur stjórnlagaráðs og ekki síst greinargerðina. Það er mér óskiljanlegt hvernig meirihlutinn ætlar að samtvinna þessi tvö aðskildu verkefni.

Niðurstaðan er sú að greidd verða atkvæði - væntanlega á fimmtudag/morgun - um allar tillögurnar. Það er á ábyrgð meirihlutans. Eftir stendur að vinna eftir skoðanakönnuna og vinnu sérfræðinganna er óljós um hana er ekkert samkomulag þó svo að við óskuðum eftir viðræðum um slíkt við stjórnarmeirihlutann.

Mín skoðun er að betra hefði verið að ljúka allri undirbúningsvinnu áður en leita væri til þjóðarinnar með skýrar spurningar - álitamál sem áhugavert væri að fá svar þjóðar við áður en Alþingi leggði fram tillögu að nýrri stjórnarskra fyrir þjóðina til að greiða atkvæði um. Mín skoðun er sú að skynsamlegasta leiðin væri að horfa til 1942-44 um hvernig væri best að fara með það.

Hitt er síðan útúrsnúningur að við höfum hent út banni við utanvegaakstur - frumvarpi um náttúruvernd - til að ná slíku samkomulagi. Allir flokkar eru sammála um að taka á því. Hinsvegar voru ýmiss atriði önnur þar sem ekki náðist samkomulag við stjórnarmeirihlutann að fresta til haustsins - því fór sem fór - og það er á ábyrgð meirihlutans að ekki tókst að klára skýrar reglur um utanvega akstur. 


mbl.is Samkomulag um að ljúka umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband