Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Vandræði rammaáætlunar - breið samstaða horfin
2.4.2012 | 10:40
Upphaflega hugmyndin sem Framsókn kom með um að setja mat á kostum og göllum einstakra virkjanakosta í faglegt mat var kallað "rammaáætlun um nýtingu virkjanakosta". Um það var breið samstaða.
Seinna var lagt til að taka inn í þessa skoðun mat á verndargildi. Eftir það hét þessi faglega vinna "Rammáætlun um vernd eða nýtingu náttúrusvæða" . Um það var breið samstaða.
Eftir að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við völdum fóru vandræða skýjin að hrannast upp. Einstaka þingmenn lýstu stuðningi sínum við ríkisstjórnina skilyrtan við að ekki yrði farið eftir faglegu mati - notast ætti við pólitískt mat sitt. Um þetta er ekki breið samstaða.
Ríkisstjórnin setti inn á síðustu stundu pólitíska leikmenn til að greiða atkvæði með fagmönnunum. Um það var ekki breið samstaða.
Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra settu saman sérstakan pólitískan hóp til að fara yfir niðurstöður fagmannanna síðastliðið sumar - ekki jók það á hina breiðu samstöðu.
Efir að umsagnarfrestur var liðinn tók ríkisstjórnin málið aftur í sínar hendur - og hefur haft það þar vikum saman - í pólitískum bakherbergjum - pólitískum hrossakaupum milli stjórnarflokka og einstakra þingmanna stjórnarflokkanna - allt gert til að láta ríkisstjórnina tóra - niðurstaðan er pólitískt plagg sem er komið svo langt frá uppruna sínum - um faglegt mat sem um gæti skapast breið samstaða - að nú ætti það að vera kallað "Rammáætlun um vandræðagang ríkisstjórnar VG og Samfylkingar - pólitísk hrossakaup" - Um þetta er þó ekki breið samstaða.
Tvennt er alvarlegast. Í fyrsta lagi er búið að eyðileggja hugmyndina um að taka pólitík út úr faglegu mati á kostum og göllum vernd/nýtingar - niðurstaðan verður aldrei þverfagleg og aldrei breið samstaða. Í öðru lagi hefur seinagangurinn ollið því að biðstaðan verður þrjú-fjögur ár en ekki eitt. Það er dýrt. Þó nokkur verkefni bíða og hafa beðið nú í tvö ár eftir að rammaáætlunarverkefninu lyki. Verkefni sem breið samstaða er um - komast ekki af stað. Þau munu þurfa að bíða meir en eitt ár enn vegna vandræðagangs VG og Samfylkingar.
- Það er vandræðalegt - afleiðingin er að það er þung undiralda um að koma ríkisstjórn JS og SJS frá sem fyrst. - Um það er að skapast breið samstaða.
Ekki geymsluflokkur fyrir umdeildar virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |