Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

En fjölmiðlum?

Áhugavert væri að sjá tölur yfir traust á fjölmiðlum - ekki síst í ljósi síðustu útspila þeirra á blaðamannafundi Forseta Íslands og í viðtölum á eftir við stjórnmálamenn og svokallaða álitsgjafa.

Þetta er mikilvægt því á næstu vikum munu fjölmiðlar þurfa að fjalla um Icesave III á málefnalegan hátt - þar sem þeir verða að forðast hræðsluáróður. Ef þeir vilja fylgja einni stefnu frekar en annarri eiga þeir að lýsa því yfir en ekki fela stefnumörkun sýna inn í fréttum eða í umfjöllun. M.a með því að velja sér viðmælendur sem eru á sömu skoðun og fjölmiðillinn.

En nú vandast vandi RÚV - þar sem það á að fjalla með hlutlausum hætti um málin.!!! Hefur þeim tekist það upp á síðkastið? Icesave I?? Icesave II ??!! Synjun Forseta á Icesave II??!! ICesave III? Umfjöllun eða réttara sagt umfjöllunarleysi um brot umhverfisráðherra á landslögum?? ESB umfjöllun Spegilsins ofl??? - og svo mætti lengi upptelja. Var botninum náð í gær á blaðamannafundinum og í umfjölluninni í kjölfarið?

 Annað sem áhugavert væri að skoða en það er traust á sveitarstjórnarstiginu - öðru en Borgarstjórn R-Vík sem hefur litlu meira traust en Alþingi. - Mig grunar að víða á Landsbyggðinni -allaveganna  -muni það skora nokkuð hátt.

En það er glæsilegt að sumar stofnanir samfélagsins eins og lögregla, Landhelgisgæsla og Háskóli Íslands skuli skora svona hátt í mati á trausti. Það er traustvekjandi.


mbl.is Treysta Landhelgisgæslu, lögreglu og HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flaggað fyrir forseta vorum - hann treystir þjóðinni


Umræða á villigötum

 Ég er sammála Brynjari Níelssyni og reyndar mjög mörgum öðrum að aðalatriðið í Hæstaréttarmálinu sé að ráðherrar fari að lögum. Til að rugla umræðuna blanda menn umhverfisvernd, and-atvinnustefnu VG og jafnvel femínisma saman við til að réttlæta lögbrotið. - Um það snýst málið ekki.

Birti hér fyrir neðan grein sem birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni - um þetta mál.

Umræða á villigötum

  

Enginn efast um skoðanir umhverfisráðherra á virkjunum og áhuga á að vernda umhverfið. Trúlega hefur vaskleg framganga hennar á þeim vettvangi valdið því að þingflokkur og formaður VG kusu hana sem ráðherra umhverfismála.

En í máli Flóahrepps gegn umhverfisráðherra var ekki verið að fjalla um þau störf eða skoðanir ráðherra. Dómur héraðsdóms og Hæstaréttar snerist um að ráðherra hefði ekki farið að lögum. Þar var ekki verið að fjalla um umhverfismál. Ráðherra braut á stjórnskipunarlegum rétti sveitarfélaga varðandi skipulagsmál. Sama málaflokk og ráðherrann ber ábyrgð á. Samt kom í ljós að lítill sveitahreppur og hans lýðræðislegu kosnu fulltrúar og embættismenn túlkuðu lögin rétt en ráðherrann rangt. Það hlýtur að hafa einhverjar afleiðingar þegar ráðherrar misbeita valdi sínu. Höfum við ekkert lært frá hruni? Lærðum við ekkert af Rannsóknarskýrslu Alþingis? Ætlum við ekki að fara eftir þingsályktun 63-0 um að formgera stjórnsýsluna, bæta verklag og auka ábyrgð?

Nýtt siðferði?

Það er svo með ólíkindum með hvaða hætti þingmenn stjórnarliðsins og ráðherrar brigsla lýðræðislega kosnum fulltrúum sveitarfélaga um mútuþægni og annarleg sjónarmið. Hæstiréttur hreinsaði þá af öllum slíkum ávirðingum. Ráðherrar og þingmenn skulda þessu fólki afsökunarbeiðni og ættu að líta í eiginbarm áður en þeir tala niður til fólks sem sýnt hefur af sér meiri og betri þekkingu á lögum og stjórnsýslu.

Nýtt Ísland?

Það er líka einnar umræðu virði að fjalla um fréttaumfjöllun ríkisfjölmiðilsins RÚV. Formaður og varaformaður VG fara með eignarhald ríkisins og eftirlit á miðlinum. Það var eftirtektarvert að á fyrsta sólarhring eftir dóm Hæstaréttar tókst RÚV að forðast fréttina eins og köttur heitan graut. Það virtist ekki vera mikið mál á þeim bæ að ráðherra hefði verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að fara ekki að lögum.

Aðalatriðið  í þessu máli er hinsvegar að umhverfisráðherra braut lög. Eftir ráðherranum hefur verið haft – bæði í fjölmiðlum og á þingi – að hún sé í pólitík og allar ákvarðanir hennar séu pólitískar. Engin afsögn. Engin iðrun. Engin afsökunarbeiðni.

Og hvað mun nú gerast? Mun ráðherrann staðfesta skipulag Flóahrepps? Mun ráðherrann staðfesta skipulag vegna Hvamms- og Holtavirkjana í Skeiða- og Gnúpverjahreppi – en það skipulag hefur beðið staðfestingar ráðherra á 3. ár.

Atvinnuleysið og landflóttinn mun ekki minnka og réttlætiskennd landsmanna vaxa fyrr en ráðherrar fara að lögum og við förum að fylgja uppbyggjandi atvinnustefnu.


mbl.is Umhverfisráðherra á að fara að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hoggið í sama knérunn

Þrátt fyrir margar umræður í þinginu um öfgapólitík umhverfisráðherra - þrátt fyrir niðurstöðu Héraðsdóms, þar sem umhverfisráðherra var dæmd fyrir lögbrot - og þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi staðfest dóm í undirrétti - já þrátt fyrir allt lemur umhverfisráðherra höfði við stein.

Staðreyndin er sú að engin er lagastoðin fyrir gjörningum umhverfisráðherra. Staðreynd er líka sú að umhverfisráðherra reyndi að láta breyta skipulagslögunum þannig að það væri bannað að láta framkvæmdaraðila greiða fyrir sannanlegan skipulagskostnað sveitarfélags. Alþingi hafnaði hugmyndum umhverfisráðherra vegna þess að það er ekki skynsamlegt að sveitarfélög séu skyldug að greiða kostnað 3.aðila. Lögin voru samþykkt í september 2010.

 Samt ætlar ráðherra að reyna að láta umræðuna snúast um það að lögin séu ekki skýr. Þau eru skýr ráðherranum og öfga skoðunum hennar var hafnað. Það sama gerðist í dag í Hæstarétti - öfgaskoðunum ráðherrans var hafnað og á hana sönnuð lögbrot.

Það eina rétt sem ráðherrann gerði í stöðunni -væri að segja af sér. 


Við hljótum að krefjast afsagnar ráðherrans

Þrátt fyrir að umhverfisráðherra fengi hverja ráðlegginguna á fætur annarri þá hlustaði ráðherra ekki á eitt né neitt. Margir urðu til að benda ráðherranum á að hún hefði ekki lagastoð í að hafna aðalskipulagi Flóahrepps.

 Og þegar niðurstaða Héraðsdóms lá fyrir var það mér og fleirum óskiljanlegt af hverju ráðherrann hlustaði ekki á þau góðu ráð. Þess í stað setti ráðherrann undir sig hausinn og má segja ítrekaði lögbrot sitt með því að áfrýja til Hæstaréttar.

 Nú hefur æðsti dómstóll landsins talað - ráðherrann braut landslög. Afleiðing af slíkum embættisafglöpum (sem margir reyndu að benda ráðherranum á í tíma ) - afleiðingin hlýtur að verða afsögn ráðherrans. Annað væri staðfesting á því að við höfum ekkert lært af Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því vil ég ekki trúa.


mbl.is Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband