Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Hver er stefnan áfram

í fréttinni kemur fram hve gríðarlega mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar. Við verðum að halda áfram að þróa og auka þekkingu okkar á jarðvarmanum. Markmiðið hlýtur að vera að engin hús verði hituð upp af öðru en innlendum orkugjöfum. Af þeim eigum við nóg við þurfum bara að nýta þá. Við þurfum að hafa opinbera stefnu þess efnis ekki bara í orði heldur líka á borði. Stefna núverandi ríkisstjórnar er því miður afar óljós í orði en á borði er hún skýr- stopp stopp stopp!!!

Fyrir utan jarðvarmann og vatnsaflið eru miklir möguleikar í nýtingu metans, endurnýtingar koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum eins og í Svartsengi eða fyrirhuguð framleiðsla á DME á Grundartanga. Einnig í ræktun á repju og framleiðslu á lífdísel og fleira mætti telja. En hver er stefnan.

Stefnan á að vera að nýta innlenda orkugjafa, auðlindir - þróa og auka þekkingu. Það er leiðin framá við.


mbl.is Jarðhitinn sparaði okkur 67 milljarða í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband