Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Hvar á að byggja?
1.7.2010 | 13:07
Á fundi sem haldinn var á Selfossi í gærkveldi að frumkvæði stéttarfélaganna á suðurlandi kom fram eindreginn stuðningur þingmanna kjördæmisins sem og fundarmanna um að uppbygging fangelsa verða áfram á Litla-Hrauni.
Málið hefur verið nógu lengi í nefndum. Árið 2008 var komin niðurstaða þess efnis að hagkvæmast væri að byggja við á Litla-Hrauni. En því miður var ekki farið í framkvæmdir.
Margir eru á biðlista til að afplána m.a fjársektir. Ef ekkert verður að gert munu þær falla niður.
Dómskerfið undirbýr sig undir stórfellda aukningu mála - m.a sakamála vegna hrunsins.
Er ekki rétt að hætta að svæfa málin í nefndum -dusta rykið á áætlunum 2008 og hefja framkvæmdir sem fyrst. Nóg er um vinnufúsar hendur.
Bygging nýs fangelsis boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |