Stefna og stefnuleysi
23.4.2009 | 17:47
Á síðustu dögum hefur verið að koma í ljós að hvorki VG né Samfylking hafa atvinnuuppbyggingu sem helstu stefnumál sín. Þrátt fyrir að 20 þúsund mann séu atvinnulaus. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið mest um 15%. Yfirlýsingar umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra síðustu sólarhringa afhjúpa gjá milli flokkanna. Einnig stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu.
Vinstri-Grænir eru á móti uppbyggingu í Helguvík (Reyndar allri atvinnuuppbyggingu sem orðin ,,stór" eða ,,virkjun" koma fram í) Samfylkingin samkvæmt Össuri er á móti álveri Bakka við Húsavík. Báðir flokkar stefna að því að leggja sjávarútveg eins og við þekkjum hann í rúst.
Framsóknarflokkurinn vill áframhaldandi uppbyggingu í Helguvík. Framsókn vill efla starfsemi Keilis og fyrrum varnarsvæðis. Þá vill Framsókn flytja Landhelgisgæsluna á Suðurnes. Framsókn vill einnig stuðla að uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu sem byggi á náttúru auðlindum og mannauði . Fyrst og fremst vill Framsóknarflokkurinn endurreisa eðlilegt rekstrar umhverfi heimila og fyrirtækja. Fyrir okkur öll. X við B þýðir atvinnuuppbyggingu og endurreisn. XB
Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.