Enski boltinn og pólitík

Náði að horfa smá stund á leik minna manna, Arsenal þar sem við unnum sannfærandi sigur á Newcastle. Ég varð feikna ánægður með það. Á mínu heimili kættust sumir mjög mikið yfir tapi ManU þar sem þar eru á ferð Poolarar á meðan ManU liðar heimilisins syrgðu. Það er gott að halda með sínu liði bæði þegar vel gengur og eins og ekki síður þegar liðið klúðrar öllu og etv fellur . Það hefur reyndar Arsenal aldrei gert, eitt liða í ensku efstu :-)

Það er hinsvegar ekki gott að halda með stjórnmálaflokkum eins og fótboltaklúbbum. Það er beinlínis hættulegt lýðræðinu. Þegar flokkar klúðra eiga kjósendur að snúa baki við þeim og þannig láta flokka endurnýja sig - finna aftur sín gömlu og góðu gildi. Endurnýja stefnu sem hæfir hverjum tíma og endurnýja fólk í forystu. Það höfum við framsóknarmenn gert rækilega eftir að almenningur- grasrótin varð ósátt við þáverandi stefnu flokks og forystu.

Ég trúi ekki öðru en fólk sem hefur ,,haldið" með Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu á undanförnum árum hugsi sig nú um. Pólitík er ekki fótboltaleikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband