Samráð vs yfirgangur

Forsætis - segir að að nýja frumvarp muni höfða til breiðari hóps þingmanna en fyrra frumvarp m.a Framsóknarmanna.

Mikið vildi ég að það væri satt. Mikið vildi ég að það væri innistaða fyrir þessari yfirlýsingu forsætis-. Í stefnu okkar Framsóknarmanna segir að eitt aðalmarkmiðið sé að ná sem víðtækastri sátt meðal þjóðarinnar sem og aðila greinarinnar um fiskveiðistjórnunarlöggjöfina. Til þess að það næðist lögðum við til víðtækt samráð sem flestra. Fór ríkisstjórn VG og Samfylkingar eftir þessu ráði? Nei. - Hvernig getur forsætis- þá sagt að frumvarpið höfði til mun breiðari hóps þ.m.t. Framsóknar? Það veit ég auðvitað ekki. Kannski einn hlekkur í hefðbundnum spuna Samfylkingar - en vonandi ekki..

Vonandi er þetta frumvarp byggt á þeim prinsípum sem við Framsóknarmenn lögðum fram á flokksþinginu vorið 2011. Og síðar sem þingsályktun á Alþingi. Kannski hefur ríkisstjórnin hlustað á okkur Framsóknarþingmenn og grunnur frumvarpsins byggður á stefnu Framsóknar.

Vonandi er ástæða þess að frumvarpið höfði til breiðari hóps að það sé líkt því frumvarpi sem þáverandi sjávarráðherra Jón Bj. skilaði eftir vinnu sérhóps í lok nóvember 2011. En vonandi í engu líkt því frumvarpi sem sami sjávarráðherra lagði fram á vorþingi 2011 (frumvarpi sem eftir að allir "helstu" sjávarauðlindar sérfræðingar VG og Samfylkingar - eins og BVG SJS ÓlínaÞ. RobM. og forsætis-JS- höfðu farið sínum höndum um plaggið og gjörónýtt það) - því það var skelfilegt - og hefði lagt í rúst landsbyggðina sem og okkar öflugustu atvinnugrein - sjávarútveginn.

Við verðum því að vona það besta - en ekki er hægt að segja að vinnubrögðin séu þess eðlis að bjartsýnin aukist. Ekki ætla ég að lofa stuðning fyrirfram - hingað til hefur málflutningur forsætis- JS ekki staðist nokkra mælistiku um sannsögli eða trúverðugleika. -

Það yrði svo sérkennilegt - en líkt öðru hjá ríkisstjórninni- ef hið nýja frumvarp SJS verði nóvember frumvarp skuggaráðuneytis Jóns Bjarna - því samkvæmt hinni opinberu skýringu var hann rekinn úr ráðherrahópnum fyrir einmitt það frumvarp.

Við vonum það besta - en vitum ekki neitt - enda ekkert samráð verið. Við óttumst hefðbundinn yfirgang og hótanir ríkisstjórnar - - En eitt er klárt við munum skoða þetta frumvarp gaumgæfilega - ef það reynist grunnur að víðtækri sátt í samfélaginu og innan atvinnugreinarinnar - er það vel og við Framsóknarmenn munum leggja okkar lóðir á þær vogarskálir.


mbl.is Ríkisstjórn samþykkir kvótafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Merkilegur andskoti hvað það næst oft breið samstaða hjá ykkur framsóknarþingmönnum að hygla hagsmunaklíkum á kostnað þjóðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2012 kl. 15:58

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ef þetta nýja frumvarp verður aðeins spurning um einhverjar krónur í veiðileyfagjald og smáslettur á milli potta, þá legg ég traust mitt á forsetann. Að hann skrifi ekki undir og þjóðin kjósi um lögin. Þá legg ég til að þjóðin kjósi á milli þessa frumvarps og fiskveiði frumvarps Hreyfingarinnar sem lagt var fram fyrir stuttu.

Atli Hermannsson., 23.3.2012 kl. 16:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er rétt Atli. Meirihluti þingmanna eru annað hvort sinnulausir um sjávarútvegsmál eða líta á sig sem fulltrúa fyrir klíkur.  Það er ábyggilega ósanngjarnt af mér að gagnrýna framsóknarþingmenn sérstaklega þó KS hafi ráðið mestu um ályktanir síðasta flokksþings.  Aðrir flokkar virðast í svipuðu fari sbr. svokallaðar "einkavæðingar" undanfarinna ára.  Eina haldreipi almennings er að forsetinn brúi gjá milli þings og þjóðar.-

Sigurður Þórðarson, 23.3.2012 kl. 17:24

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, forsetann í málið, og þó fyrr hefði verið!

Það eru engin önnur úrræði, ef alþýða landsins á að fá leyfi til að veiða eitthvað meira en marhnút á bryggjunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband