Stefnuræðan
3.10.2011 | 16:48
Ef ég ætti og mætti ráðleggja forsætisráðherra þá myndi ég leggja til að í stefnuræðunni myndi ráðherrann fjalla um eftirfarandi punkta;
1. Viðurkenna að það hefði mistekist að taka á skuldamálum heimila og fyrirtækja. Jafnframt myndi forsætis biðjast fyrirgefningar á því að hafa hundsað tillögur Framsóknar um almenna lánaleiðréttingu sem fram kom í febrúar 2009. - Í beinu framhaldi lofa (og standa við) að gera e-ð raunverulega sem létti skuldafarginu af fólkinu í landinu.
2. Viðurkenna að það hefði mistekist að endurreisa bankakerfið. Bankakerfi sem þjónaði viðskiptavinum sínum en væri ekki handrukkari erlendra vogunarsjóða. Í beinu framhaldi að leggja fram lagabreytingar sem breyttu raunverulega ástandinu.
3. Viðurkenna að illa hefði tekist til um atvinnuuppbyggingu í landinu. Fjárfestingar væru í sögulegu lágmarki. Fólksflótti úr landi í sögulegu hámarki. Í beinu framhaldi að efna loforð um að standa ekki í vegi fyrir atvinnusköpun og fjárfestingum
4. Viðurkenna að það gengi ekki að hagvöxtur næði ekki 4-5%. Í beinu framhaldi gera það sem gera þarf til að slík skilyrði náist. M.a að lækka álögur á fólk og fyrirtæki. Standa með atvinnuuppbyggingu
5. Leggja til hliðar áform sem kollvarpa samfélögum m.a. meingallað sjávarútvegsfrumvarp, niðurskurð heilbrigðiskerfisins ekki síst á landsbyggðinni
6. Leggja til hliðar - um sinn - ESB aðlögun sem skapar gríðarleg átök í samfélaginu og kljúfa það í fylkingar og kosta alltof mikið bæði fjármagn sem og orku og tíma embættismanna - tíma þeirra og fjármunum ríkisins er betur varið í annað
7. Leggja til að allir flokkar sammælist um að skipa þverpólitískan starfshóp sem hafi það markmið að endurskipuleggja peningastefnu Seðlabankans - núverandi stefna kom okkur í hrunadansinn og er EKKI leiðin út
8. Lofa að efla innlenda framleiðslu með öllum ráðum og dáðum - það er leiðin út úr kreppunni, framleiða meira til útflutnings - þannig eykst atvinna - krónan styrkist - þjóðin eflist
9. Ef forsætis reynist þetta um megn ætti forsætis kannski að leggja til að aðrir tæku við stjórnartaumunum -STRAX
Umræður um stefnuræðuna í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt satt og rett að framansögðu ....En fyrsta skref að segja af ser og leyfa öðrum að komast það ....sem sagt hlusta á það sem þjóðin vill en vanvirða ekki stöðugt óskir þjóðar og syna fyrirlitningu !
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.