Hugsa út fyrir kassann - vinna hraðar

Mikilvægt er að bregðast eins hratt við og hægt er vegna rofs hringvegarins. Nú eru háannir í ferðaþjónustu. Þær eru í sex-átta vikur - það gengur ekki að 3 vikur þess tíma séu hringvegurinn lokaður og sá landshluti sem síst mátti við áföllum sé sá sem verði fyrir mestu tjóni.

Það er allt þakkarvert sem gert er - ríkisstjórn og vegagerð hafa brugðist vel við en gera þarf meira.

Birti hér yfirlýsingu sem ég sendi fjölmiðlum fyrr í dag vegna málsins.

Yfirlýsing frá Sigurði Inga Jóhannssyni þingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi

 

Enn á ný koma náttúruöflin og leggja byrðar á sama landshlutann. Eftir árleg gos horfðu margir á að ferðaþjónustan myndi blómstra í sumar. En hlaupið í Múlakvísl og hvarf brúarinnar setja veruleg strik í reikninginn. Ríkisstjórn og Vegagerð virðast hafa brugðist fljótt við og margt er komið í gang og er það þakkarvert.

Hinsvegar telur undirritaður algjörlega óásættanlegt að það taki 2- 3 vikur að koma á hringveginum í lag.

Nú eru ferðalög landsmanna sem og erlendra ferðamanna í hámarki. Það gengur ekki að af þeim sex vikum sem háannatími ferðaþjónustunnar varir séu jafnvel þrjár vikur sem fari meira eða minna fyrir ofan garð.

Ég tel að skoða verði vel

1.       Að flýta gerð bráðabirgðabrúar á Múlakvísl sem allra allra mest – Í því sambandi er vert að minnast á að í Skeiðarárhlaupinu 1996 var búið að tengja hringveginn eftir 5-6 daga.

2.       Kanna þarf samhliða kosti þess að gera vað og ferja bíla yfir

3.       Setja þarf fjármuni og tæki í að laga og halda Fjallabaki-Nyrðra í sem bestu ásigkomulagi – nú þegar er ljóst að leiðin þolir ekki þann aukna umferðarþunga sem komin er.

4.       Tryggja þarf öryggi íbúa eins sjúkraflutninga og gefa út yfirlýsingu þess efnis.

Það verður að gera það sem gera þarf – íbúar og fyrirtæki á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á liðnum misserum. Mikilvægt er að ríkisvaldið geri allt sem í þess valdi stendur til að létta baráttuna við náttúruna..

 

Eðlilegast væri að kalla saman samgöngunefnd þingsins til að fara yfir þá kosti sem í stöðunni eru og hvað flýti leiðir séu færar.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson

 


mbl.is Hugsanlegt að ferja bílana yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband