Ábyrgð ráðherra

Fréttir af Dyrhólaey hafa verið tíðar nú í vor - og flestar heldur neikvæðar. Oft á tíðum hefur fréttaflutningur verið - vægast sagt - ónákvæmur ef ekki hreint rangur eða einum sjónarmiðum haldið á lofti en öðrum sleppt. Sjaldan veldur einn er tveir deila.

Fyrstu fréttir í mars/apríl voru reyndar mjög jákvæðar. Þær voru um að sveitarfélagið Mýrdalshreppur og Umhverfisstofnun væru að gera samstarfssamning um landvörslu og uppbyggingu í Dyrhólaey. Í lok apríl höfðu forstjóri Umhverfisstofnunar og sveitarstjóri Mýrdalshrepps undirritað samninginn og búið var að ráða í embætti landvarðar. Fyrir lá skýrsla fuglafræðings og tillögur um lokanir og opnanir og endurskoðun.

- Það eina sem vantaði var staðfesting Umhverfisráðherra - nú leið og beið - eins og menn muna er Umhverfis í pólitík og þarf því ekki ( að eigin mati) að fara að leikreglum - stjórnsýslureglum sbr. skipulag í Flóahreppi.

Þegar beðið hafði verið eftir undirskrift Umhverfis- í 2 vikur spurði undirritaður, ráðherra á þingi í óundirbúnum fyrirspurnum - hverju töfin sætti? - Lítið varð um svör - en þó mátti skilja að ekki þyrfti samningurinn að liggja marga daga til viðbótar á borði Umhverfis- án þess að mínúta gæfist til að staðfesta samninginn -  . . .  en ekkert gerðist.

Þá fóru ýmsir að ókyrrast - og fréttir af ýmsum uppákomum urðu tíðar. Umhverfisráðherra bar á þessum uppákomum alla sök og ábyrgð. Eftir að margra áratuga deilumáli hafði verið leyst af frumkvæði sveitarstjórnar og umhverfisstofnunar - uppbygging göngustíga - upplýsingaskilta og landvarsla var hafinn - þá dró Umhverfis- lappirnar - afhverju? jú af því að hún er í pólitík!

Nú berast fréttir af því að ráðherra umhverfis- sé loks búinn að finna tíma til að skrifa uppá samninginn - meir en sjö vikum eftir en skynsamlegast hefði verið að ganga frá málinu. Allar leiðinda uppákomur tímabilsins eru á ábyrgð ráðherra Umhverfis-.

Vonandi verður þetta stjórnsýsluklúður Umhverfis- ráðherra víti til varnaðar - næst verði minni öfga pólitík og meiri skynsemi.

Vonandi verður frumkvæði sveitarstjórnar Mýrdalshrepps og Umhverfisstofnunar að uppbyggingar samningi um friðlýsta svæðið við Dyrhólaey aðeins fyrsti samningur af mörgum - það eru 102 friðlýst svæði á landinu - öll skortir fjármuni og/eða uppbyggingarsamninga.

Forsenda friðlýsinga í framtíðinni er samráð - samvinna - samstarf við heimaaðila og síðan fjármagn til uppbyggingar.  


mbl.is Harma að lokun sé ekki virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband