Vinnubrögðin eru forkastanleg

Allt frá því að frumvörp ríkisstjórnar Samfylkingar og VG um sjávarútvegsmál litu loks ljós hefur enginn talað fyrir þeim. Enginn stjórnarliði hefur talað af sannfæringarkrafti um að "þetta sé akkúrat málið". Hinsvegar hafa margir sett ýmislega fyrirvara við hugsanlegan stuðning - talið að ýmsum greinum þurfi að breyta eða jafnvel fella út úr frumvarpinu.

Þá hefur það verið sérstakt að sjá þó nokkra þingmenn og jafnvel ráðherra talað fyrir að sjávarútvegsstefna Framsóknarflokksins gæti verið grunnur að sátt - almennri sátt á þingi og vonandi meðal þjóðar um þessa mikilvægu atvinnugrein. Sérstakt vegna þess að það væri þeim þá í lófa lagið að leita eftir því að breyta núverandi frumvarpi í þá átt. En einnig vegna þess að í mörgum grundvallar atriðum er himin og haf á milli hugmyndum okkar Framsóknarmanna og tillögum ríkisstjórnarflokkanna.

Það er hinsvegar rétt hjá þeim stjórnarþingmönnum að tillögur okkar Framsóknarmanna sem voru samþykktar á síðasta flokksþingi eru mjög góðar og gætu verið grunnur að víðtækri sátt um stjórn fiskveiða. Slík sjónarmið hafa jafnframt komið fram hjá þó nokkrum umsagnaraðilum sem hafa komið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Við Framsóknarmenn erum að sjálfsögðu tilbúnir til slíkra viðræðna. Við munum leggja fram í dag þingsályktun um að efna eigi til víðtækrar samvinnu og samráðs um að móta nýja stefnu á grundvelli tillagna okkar.

Það gengur hinsvegar ekki að ana  áfram eins og ríkisstjórnin hefur gert í þessu máli. Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar alþingis í morgun kom fram hjá Hafrannsóknastofnum að þeir hefðu haft einn dag til að gera umsögn sína. Landhelgisgæslan sagði að of stuttur tími hefði gefist til að gefa nefndinni tölulegar upplýsingar. ASÍ sagði að grundvöllur málefnalegrar umræðu og samráðs væri eðlilegur tími og forsenda sáttar.

Enginn umsagnaraðili er jákvæður en flestir mjög neikvæðir og benda á hugsanleg stjórnarskrár brot m.a..

Lausnin er auðvitað sú að setjast yfir hvað breytingar sé hægt að gera - sem séu skynsamlegar og hafi víðtækan stuðning í þinginu. Öðrum hugmyndum verði vísað til samráðs og samvinnu seinna í sumar/haust og vetur vegna vinnu við hið "stærra" frumvarp.


mbl.is „Þetta er ekki hægt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband