Atvinnustefnu vantar

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórninni. Nú eru það kjaraviðræður á almenna markaðnum. Talað er um að fara svokallaða atvinnuleið.

Hvaða leið skyldi það nú vera.? Jú mikið rétt það er sú leið sem við Framsóknarmenn höfum talað fyrir allt frá hruni og margbent á fordæmi þar að lútandi. Ísland um 1930 - ríkisstjórn Framsóknar. Finnland á tíunda áratug síðustu aldar- eftir að hafa haft aðgerðalausa ríkisstjórn í 4-5 ár með tilheyrandi niðurskurði á velferðarkerfinu og atvinnuleysi - settu þeir í atvinnugírinn og fóru að byggja upp.

Við þurfum sem sagt að snúa frá umræðustjórnmálum Samfylkingar og stopp stopp stefnu VG. Við þurfum raunverulega, skynsama og skýra atvinnustefnu. Í stað ótal nefnda, starfshópa og ráða þurfum við athafnastjórnmál. - Og  fólk sem þorir að taka ákvarðanir.

Aðgerðalistinn gæti litið svona út vegna bráðavanda - kjaraviðræðna;

- 1. Lækka tryggingargjald og endurskoða skattpíningarstefnuna. 1%stigs  lækkun tryggingargjalds skilar 7.5 milljörðum - sem fyrirtækin gætu þá frekar greitt launafólki sínu í stað þess að ofgreiða í ríkissjóð í atvinnuleysistryggingasjóð.

-2. Hefja mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum hins opinbera, vegagerð, virkjanir. - Ef við að sögn SJS og JS höfum efni á að greiða 26 milljarða í Icesave vexti á árinu og hátt á annan tug milljarða í atvinnuleysisbætur - þá hlýtur að vera skynsamlegra að koma einstaka framkvæm af stað og minnka atvinnuleysið.

-3. Hætta ógnarstjórn, hótunum og óvissu í garð grunnatvinnuveganna. Hér á ég fyrst og fremst við sjávarútveginn, en einnig orkuvinnslu og erlenda fjárfestingu. Ekki gengur að tala í kross og hóta eignaupptöku, ríkisvæðinu og stöðugum skattahækkunum ef á að hvetja til fjárfestingar í atvinnurekstri.

-4. Endurskoða niðurskurð á öryggisstörfum í heilbrigðisþjónustu og löggæslu m.a.. - Það eru takmörk fyrir öllu sbr Finnland. Skynsemin segir okkur að of langt sé gengið.

Auðvitað mætti nefna fleiri hluti og það er verkefni til lengri tíma áætlunar- aðgerða. En mikilvægast er að byrja og senda með því út þau skýru skilaboð að við ætlum að vinna okkur út úr kreppunni og við getum það.

Til þess þarf stefnubreytingu - trúlega nýja ríkisstjórn - Og það sem fyrst.


mbl.is Vill ljúka viðræðum á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband