En fjölmiðlum?

Áhugavert væri að sjá tölur yfir traust á fjölmiðlum - ekki síst í ljósi síðustu útspila þeirra á blaðamannafundi Forseta Íslands og í viðtölum á eftir við stjórnmálamenn og svokallaða álitsgjafa.

Þetta er mikilvægt því á næstu vikum munu fjölmiðlar þurfa að fjalla um Icesave III á málefnalegan hátt - þar sem þeir verða að forðast hræðsluáróður. Ef þeir vilja fylgja einni stefnu frekar en annarri eiga þeir að lýsa því yfir en ekki fela stefnumörkun sýna inn í fréttum eða í umfjöllun. M.a með því að velja sér viðmælendur sem eru á sömu skoðun og fjölmiðillinn.

En nú vandast vandi RÚV - þar sem það á að fjalla með hlutlausum hætti um málin.!!! Hefur þeim tekist það upp á síðkastið? Icesave I?? Icesave II ??!! Synjun Forseta á Icesave II??!! ICesave III? Umfjöllun eða réttara sagt umfjöllunarleysi um brot umhverfisráðherra á landslögum?? ESB umfjöllun Spegilsins ofl??? - og svo mætti lengi upptelja. Var botninum náð í gær á blaðamannafundinum og í umfjölluninni í kjölfarið?

 Annað sem áhugavert væri að skoða en það er traust á sveitarstjórnarstiginu - öðru en Borgarstjórn R-Vík sem hefur litlu meira traust en Alþingi. - Mig grunar að víða á Landsbyggðinni -allaveganna  -muni það skora nokkuð hátt.

En það er glæsilegt að sumar stofnanir samfélagsins eins og lögregla, Landhelgisgæsla og Háskóli Íslands skuli skora svona hátt í mati á trausti. Það er traustvekjandi.


mbl.is Treysta Landhelgisgæslu, lögreglu og HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband