Það vantar alla skynsemi

Í gær var á Alþingi umræða um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-Orku. Birti hér uppkastið af ræðu minni þar. Inntakið er að ríkið hafi enga stefnu en valsi um milli ofstækis þjóðnýtingarhugmynda ala Hugo Chaves og frjálshyggju hægri-krata. Það vantar alla skynsemi. 

Virðulegi ForsetiTil að byggja upp atvinnulíf er eitt það mikilvægasta að ríkisvaldið hafi skýra stefnu.Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-orku og Magma Energy?Hver er stefnan varðandi orkuauðlindirnar? sjávarauðlindina? vatnsauðlindina? Eina stundina tala Samfylkingar-ráðherrar og -þingmenn eins og hæstvirtur iðnaðarráðherra og/eða háttvirtur varaformaður viðskiptanefndar um að núverandi eignarhald Magma á HS-orku - sé stefna Ríkisstjórnarinnar. - Í annan tíma heyrist frá öðrum þingmönnum Samfylkingar það sama og flestir ráðherrar og þingmenn VG virðast vilja þ.e. eignarnám og opinbera eign á nýtingarfyrirtækinu. Sem sagt – Annarsvegar þjóðnýting í anda Hugo Chaves og Venesúla og hinsvegar hægrikratismi sem þekkist víða um hinn vestræna heim. Svo eru nokkrir einhverstaðar mitt á milli.  Eigum við að taka upp bæjarútgerðir aftur? Eignarnám á hita- og vatnsveitur í landinu? Ja- hver er nú stefna Ríkisstjórnarinnar? – veit það einhver! Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hæstvirtir höfuð - ríkisstjórnarinnar virðast ekki vita það. Þau hafa bæði talað og staðið fyrir öllum útgáfum að stefnuleysinu. Þegar Orkuveita Reykjavíkur var að selja sinn hluta í HS-orku til Magma síðla sumars 2009  bað hæstvirtur fjármálaráðherra um extra 2 vikur til að fara yfir málið og hugsanlega ganga inn í söluna. Hvað gerðist? – ekki neitt!!- þá sá hann og ríkisstjórnin enga ástæðu til aðgerða – lágu þó allar upplýsingar á borðinu um alltof langan samningstíma – erlent eignarhald osfr..  Hver er stefna ríkisstjórnar sem kennir sig við norrænt velferðarríki?Virðulegur forseti á Norðurlöndunum þekkist bæði að auðlindir séu í almannaeigu eða einka – þannig eru 2/3 vatnsauðlinda í Danmörku í einka-eigu – þar setja menn hinsvegar almenn lög um nýtingu, auðlindarentu, arð ofl.   – það þykir skynsamlegt þar.Á öllum Norðurlöndum eru stóru orkufyrirtækin í blandaðri eign opinberra og einkaaðila - fyrirtæki eins og Norsk Hydro , Dansk NaturGas (DONG) ofl ofl. Þar þykir það skynsamlegt að láta einkaaðila um áhættusama nýtingarhlutann en setja almennar reglur um hámarksgjaldskrá, hæfilegan samningstíma (20-30ár),  arð og rentu almennings.Hérlendis vantar alla skynsemi enda er hér  ýmist uppi á borði öfga-vinstristefna VG eða hentistefna Samfylkingar. Það er ekki leiðin framá við – það er ekki leið skynseminnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband