Auðlindir - orka
10.1.2011 | 13:08
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um auðlindir landsins ekki síst orku auðlindina. Hinsvegar hefur umræðan ekki öll verið upplýsandi né hófstillt. Fullyrða má að mjög mikils misskilnings eða ætti maður heldur að segja mismunandi skilnings gæti í yfirlýsingum fólks. Til að mynda má spyrja sig eftir árangursríka herferð í að safna undirskriftum á orkuauðlindir.is hvort allir þar hafi sama skilning á um hvað eigi að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á að kjósa um að allar orkuauðlindir - og jafnvel allar auðlindir- eigi að vera í almannaeigu og rekstur, nýting í höndum almennings. Eru allir sem skrifuðu undir sammála um að gera alla nýtingu auðlinda að opinberum rekstri?
Hér í fréttinni um Orkustöð Húsavíkur kemur fram að Orkuveitan á Húsavík hafi verið í áhættu- og nýsköpunarrekstri til að hámarka arðsemi almennings á orkuauðlindinni með því að framleiða rafmagn með svokallaðri Kalinatækni. Er ekki skynsamlegt að áhættan sé tekin af einkaaðila eða telja einhverjir að fjárfestar hvorki innlendir né erlendir megi koma nálægt orku Íslands?
Í því sambandi er rétt að benda á að á margnefndum Norðurlöndum eru flest stóru orkufyrirtækin bæði í opinberri eigu sem og með einkafjármagn. t.a.m. Norsk Hydro, Statoil, DONG (Dansk-natur-gas) osfr osfr.
Mín skoðun er að koma eigi auðlindaákvæði í stjórnarskrána sem tryggi eignarhald almennings. Ég tel að leiga á nýtingarrétt komi vel til greina en þá að hámarki til 25-30 ára og að setja verði ákvæði um hámarks gjaldskrá og auðlindagjald eins og er t.d. um kaldavatnsveitur í Danmörku til að tryggja rétt almennings og tekjur af auðlindinni.
Vörumst öfga stefnur hægri og vinstri. Tökum upp skynsama miðjustefnu, lærum af nágrönnum okkar á Norðurlöndum og ræðum af yfirvegun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar.
Orka, vatn og matur það eru okkar náttúru-auðlindir - þær verðum við að nýta - það skapar atvinnu og hagsæld fyrir alla Íslendinga.
Tekur aftur við Orkustöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.