Boðið stendur enn

Í umræðunni um stefnuræðu forsætisráðherra lauk ég máli mínu á þessari setningu; 

 - Framsóknarflokkurinn er til - ég spyr eru þingmenn annarra flokka til?  

Boðið stendur enn. Spurningin er hvað Jóhanna meinti?

-birti ræðuna hér á eftir -lengri útgáfuna þ.e. uppkast óstytt.

Ræða mín frá í gærkveldi.

Ágætu landsmenn

Það er freistandi að koma hér í kvöld og gagnrýna harðlega ríkisstjórn, bankanna, framkvæmdavald löggjafarvald og dómsvald. Staðreyndin er sú að það er mjög auðvelt - næg eru tækifærin. Við höfum þraukað í gegnum - ár biðstöðunnar í lausnum á skuldamálum heimila og fyrirtækja,

 -  ár biðstöðunnar hvað varðar ákvarðanir um atvinnuuppbyggingu.

Það væri freistandi að benda á að við Framsóknarmenn bentum á lausnir þá þegar í feb. 2009  -fyrir 20 mánuðum – um almennar leiðréttingar lána    leið sem ríkisstjórnin hefur þverskallast við að hlusta á eða skoða gaumgæfilega.  En sífellt fleiri sjá að var hið eina rétta – og er enn.

 

Það væri freistandi að tala um hægagang og vandræðagang ráðherra og ríkistjórnar í atvinnumálum, Gagnaver, heilsutengdþjónusta,fyrningarhugmyndir í sjávarútvegi svo eitthvað sé nefnt. Lögbrot ráðherra - sjávarútvegsmála vegna úthafsrækju, -umhverfismála vegna skipulagsmála tengda orkunýtingu.

 

        Allt þetta væri hefðbundin umræðuhefð hér í þingsal. Staðreyndin er sú að þetta allt getum við sett aftur fyrir okkur nú í dag. Horfum nú fram á við – í ræðu hæstvirts forsætisráðherra kom fram að ríkisstjórnin telur að ýmislegt hafi verið gert  og ekki ætla ég að gera lítið úr því sem gert hefur verið. . . . . en það er augljóst að ríkisstjórnin heyrir ekki þó hún segist hlusta . . .  staðreyndin sem við heyrum þarna úti  . er .  of lítið of seint!

        Því segi ég- ýtum pólitískum ágreiningi til hliðar – ýtum því til hliðar hver á hvaða hugmynd – ýtum til hliðar pirringnum yfir að hafa ekki nýtt tækifærin á síðustu mánuðum –misserum.

Sameinumst um þær lausnir sem allir sjá að þarf að fara í

1.       Í fyrsta lagi -Setjumst nú yfir með hvaða hætti við getum komið almennum aðgerðum fram í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Til að vinna tíma þarf að stöðva strax uppboð á heimilum landsmanna. Lausnin verður að vera sáttaleið milli ólíkra hópa skuldara og milli skuldara og fjármagneigenda. Við höfum  hámark 30 daga í þetta verkefni.

2.       Í öðru lagi - Segjum atvinnuleysinu stríð á hendur. Við líðum ekki langtímaatvinnuleysi eða landflótta vegna atvinnuleysis.  Við verðum að taka höndum saman og setja kraft í atvinnulífið. Þar verða til ný störf – þar verður til hagvöxtur – þar verða til þeir peningar sem ríkiskassinn þarf á að halda.  Það verður ekki stoppað í fjárlagagatið með skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði á störfum í velferðar og heilbrigðiskerfinu.  -    T.a.m. er lokun sjúkrahúsa á landsbyggðin aðför að grunnstoðum samfélaganna á hverjum stað. Velferðar- og heilbrigðismál eru líka atvinnumál.       Við verðum fyrst og fremst að ýta undir þau fyrirtæki og þá  þekkingu sem við höfum í landinu. Lykilorðið er nýting auðlinda  - að sjálfsögðu á grundvelli þekkingar og sjálfbærni.  Öfgar og  pólitískt ofstæki hafa stöðvað marga atvinnu uppbygginguna á síðustu mánuðum. Setjumst  nú yfir þau mál strax og leysum þau  - við megum engan tíma missa.

3.       Í þriðja lagi - Sjáum við það öll að þær hugmyndir sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga ganga ekki upp. Forsendurnar eru rangar og tillögurnar eftir því. Við skulum hinsvegar öll viðurkenna að það er þörf á niðurskurði. En ef við sameinumst strax í að blása lífi í atvinnulífið – láta þjóðarkökuna vaxa.- m.a. með  lækkun stýrivaxta Seðlabanka og á brott með ofurskattastefnuna – þá mun niðurskurðarþörfin verða minni.  Einnig eigum við að skoða af alvöru aðrar leiðir eins og skattlagningu sérlífeyristekna. 

 

Lykilatriðið í þessari vinnu er að fara leið skynseminnar hvorki öfga vinstri-hagfræði né hægri. Heldur leið skynseminnar um að undirstaða velferðar og skattatekna ríkissjóðs sé atvinna fyrir alla.

Næstu tvo mánuði höfum við þingheimur til að ná samstöðu með samvinnu. Verkefnið er ekki óvinnandi – við höfum nýlegt fordæmi úr þingsal um að það er hægt.  Sumir myndu kalla þetta Þjóðstjórn – mér er sama hvað verklagið verður kallað – en verkefnið býður ekki óleyst lengi.

  

 Ef við náum saman um þessi þrjú meginatriði, þ.e. almennar aðgerðir í skuldamálum, raunverulega atvinnu-uppbyggingu og samvinnu/samstöðu um fjármálafrumvarpið munu önnur vandamál leysast auðveldar.

-Benda má á að nýju bankarnir tóku við útlánum með verulegum afskriftum – hve miklum hefur enn ekki fengist staðfest – en þær afskriftir voru með almennum hætti –

 ekki var tekið hvert lán einstaklinga/fyrirtækja og metið.

-  Því má spyrja hver er sanngirnin í að hver og einn eigi að leita réttar síns – af hverju gilda ekki sömu sjónarmið um almenna leiðréttingu. Þá er athyglisvert að sex mánaða uppgjör bankanna þriggja bendir til óeðlilegs mikils hagnaðar eða samtals um 27 milljarða á hálfu ári  -  upphæð sem heggur nærri hugmyndum  sem fjármálaráðherra hæstvirtur ætlar að skera velferðina – og grunnþjónustu landsbyggðar niður um.

 

Ef ríkisstjórnin og þingmeirihluti VG og Samfylkingar treysta sér ekki í þetta þríþætta verkefni verður hún að fara frá.  Ári biðstöðunnar er lokið - Hvort sem við tekur þjóðstjórn eða eitthvað annað stjórnarform – þá er verkefnið skýrt og afmarkað

– atvinna atvinna atvinna

– almennar aðgerðir í skuldamálum

– samstöðu fjárlög

– annað á að bíða.

 - Framsóknarflokkurinn er til - ég spyr eru þingmenn annarra flokka til?  
mbl.is Ekkert boð komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er Framsóknarflokkurinn til ? Bíddu, hvarf hann ekki í síðustu skoðannakönnun ?

hilmar jónsson, 5.10.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Pétur Örn

Við viljum ekki Framsóknarflokkinn, ekki heldur VG, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk eða Hreyfingu.. Við viljum að þið leggið þessa flokka niður og leyfið fólkinu að kjósa fólk úr sínum röðum í staðinn. Ég veit að þetta verður stór biti fyrir ykkur á alþingi að kyngja, en svona er það nú samt..

Ég held að fólk yrði mun líklegri til að kjósa þig td Sigurður ef það þyrfti ekki að eiga á þá hættu að þú þyrftir að beygja skoðanir þínar og gerðir undir stefnu einhvers flokks.

Pétur Örn , 5.10.2010 kl. 12:26

3 Smámynd: Gissur Jónsson

Pétur Örn nú talar þú ekki fyrir minn munn þegar þú segir "við" þar sem ég vil mun frekar kjósa flokka sem ég get treyst að haldi ákveðinni línu í veigamiklum málum frekar en 63 einstaklinga sem hver og einn getur tekið geðþóttaákvörðun algjörlega óháð því hvað hann sagði áður en hann var kosinn á þing.

Auðvitað þurfum við ekki að vera sammála um þetta og í raun eðlilegt að skiptast á skoðunum og eiga rökræðu án þess að gera lítið úr skoðunum annarra. Sem dæmi þá valdi ég að taka þátt í því lýðræðislega samfélagi sem var (og ég tel ennþá vera) á Íslandi með því að taka þátt í starfi stjórnmálaflokks, Framsóknar.

Sem betur fer hefur Framsókn nú einbeitt sér að því að bjóða fram lausnir og samstarf. Það er jákvætt og á tímum sem þessum verða stjórnmálamenn og flokkar að vera tilbúnir til að vinna saman að lausnum. Ef ekki næst samstaða um vinnubrögð á næstu dögum sé ég ekki annað í stöðunni en að kjósa upp á nýtt.

Gissur Jónsson, 5.10.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband