Hvar á að byggja?

Á fundi sem haldinn var á Selfossi í gærkveldi að frumkvæði stéttarfélaganna á suðurlandi kom fram eindreginn stuðningur þingmanna kjördæmisins sem og fundarmanna um að uppbygging fangelsa verða áfram á Litla-Hrauni.

Málið hefur verið nógu lengi í nefndum. Árið 2008 var komin niðurstaða þess efnis að hagkvæmast væri að byggja við á Litla-Hrauni. En því miður var ekki farið í framkvæmdir.

Margir eru á biðlista til að afplána m.a  fjársektir. Ef ekkert verður að gert munu þær falla niður. 

Dómskerfið undirbýr sig undir stórfellda aukningu mála - m.a sakamála vegna hrunsins.

Er ekki rétt að hætta að svæfa málin í nefndum -dusta rykið á áætlunum 2008 og hefja framkvæmdir sem fyrst. Nóg er um vinnufúsar hendur.


mbl.is Bygging nýs fangelsis boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er ekki farið stofufangelsis leiðina?? með þar til gerðum búnaði???

Er það ekki bara besta leiðinn og aðalega í að þjóna tilgangi frelsissviptingar manna til betrunar???.....

og svo geta fangar með góðri hegðun, hægt og rólega lengt daglega útivistatímann (frá viðverubúnaðinum) og stundað samfélagið og byggt sig upp

Gunnar H (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 13:46

2 identicon

Ríkisstjórn x-d og x-b með Björn Bjarna sem dómsmálaráðherra héldu þessu máli viljandi í nefndum árum saman. Sjáum hvað þessi ríkisstjórn gerir. Þá var góðæri, núna eru engir peningar til.

Fangelsið þarf að vera í Reykjavík. Löggan í Rvk eyðir miklum tíma í ferðir til Litla-Hrauns og tilbaka í yfirheyrslur, í héraðsdóm ofl. Fangaflutningamenn eyða líka miklum tíma í að flytja fanga í ýmsa sérþjónustu hjá læknum í Reykjavík vegna þess að sjúkrahúsið á Selfossi stendur ekki undir nafni.

Bjössi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband