Vandamálið í hnotskurn
16.3.2010 | 11:59
Allir vita að í október 2008 skall yfir þjóðina bankahrun með gríðarlegum afleiðingum. Fleiri og fleiri eru hinsvegar að gera sér ljóst að það sem er að gerast inní bönkunum þessar vikurnar og mánuðina er ekki minna alvarlegt. Það skjól sem ríkisstjórn gefur með afskiptaleysi sínu og afstöðu til almennra leiðréttinga gefur bönkunum tækifæri í nafni bankaleyndar að aðhafast að eigin vild. Í kjölfarið gæti átt sér stað stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar.
Hvaða fyrirtæki lifir og hver eru slegin af - það sama gildir um heimilin. Hver er það sem metur möguleika hvers og eins og að lokum tekur ákvörðun um endurreisn eða gjaldþrot. Hver metur afleiðingar á samkeppnisgrundvelli. Hver getur það - almennt og óháð?
Við Framsóknarmenn lögðum til í febrúar 2009 - almenna flata leiðréttingu lána. Þannig sætu allir við sama borð enda urðu allir fyrir sama forsendubrestinum hvað varðar verðbólgu og gengisfall krónunnar. Því miður var ekki hlustað nægilega vel á þessar tillögur á sínum tíma. Hvorki af stjórnvöldum né af þjóðinni.
Í dag sjá allir, að í stað þess að vera með verklagsreglur hjá hverjum banka fyrir sig - sem síðan ómögulegt er að fylgjast með hvort fylgt sé, væri betra að um afskriftirnar giltu almennar lagareglur þar sem allir sætu við sama borð.
Hluti af verklagsreglum bankanna og tilboðum þeirra (sérstaklega er varða heimilin) hafa tekið mið almennri leiðréttingu. Gallinn við þær lausnir snúa ekki síst af því er við tekur (háir vextir á ísl. lánum) En stóru vandræðin tengjast fyrirtækjunum í landinu. Þar eru upphæðirnar á stundum stjarnfræðilegar og maður hlýtur að spyrja sig hvernig er hægt að afskrifa þær skuldir um 60-90% en aldeilis útilokað (að sögn ríkisstjórnar) að leiðrétta lán heimila og minni fyrirtækja um 20-30%.!!
Hver er mismunurinn? Hver borgar afskriftir stórfyrirtækja og eignarhaldsfélaga? Er ekki sannleikurinn í hnotskurn að við þurfum stífari og skýrari lagaramma - ekki verklagsreglur eingöngu. Og almenna leiðréttingu á lánum þar sem allir sitja við sama borð.
Spyr um leikreglur við niðurfellingu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er merkilegt að miðað við púðrið sem sett var í að skjóta Tryggva Þór og Sigmund Davíð í kaf með þessar tillögur þá er nú Gylfi Magnússon ný búinn að tala af sér og lýsa því yfir að svigrúm bankastofnanna til afskrifta séu mjög rúmmar.
Hér á sér tilfærsla á eignum og völdum í skjóli ringulreiðar og örvilnunar. Þetta eru Lenin-stjórnarhættir.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.