Það er rétt en, það er alltaf eitthvað en . .

Endurnýjunarþróttur atvinnulífsins er mikill. Ekki síst þeir þættir atvinnulífsins sem byggja á útflutningi vöru og þjónustu. Þar vegur hrun krónunnar mest. Núverandi lágt gengi krónunnar skilar auknum tekjum í þjóðarbúið. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Á mörgum undanförnum árum hefur verið byggt upp öflugt samfélag, þekkingar, nýsköpunar og frumkvæðis. Ofstyrking krónunnar gerði þeim öllum erfitt um vik á meðan innflutningsfyrirtæki blómstruðu.

Auðvitað verðum við að finna einhvern milliveg á gengi krónunnar þannig að kaupmáttur almennings dafni en það er afar mikilvægt að útflutnings og framleiðslu fyrirtæki okkar blómstri.

Ef Seðlabankinn og bankarnir í kjölfarið lækkuðu vexti eins og allar forsendur eru fyrir myndi allt atvinnulífið taka við sér með auknum framkvæmdum og þar með fjölgun starfa.   

Ég kallaði eftir stefnu stjórnvalda í atvinnumálum við utandagskrárumræðu í þinginu í dag. Gagnrýndi aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar og bauð fram stuðning okkar Framsóknarmanna við endurreisn atvinnulífsins.

ræðan kemur hér á eftir;

Staða atvinnumála – utandagskrár umræða 9 mars 2010 Málshefjandi er Jón Gunnarsson við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.

Hver er staða atvinnulífsins þegar nálgast eitt og hálft ár frá hruni. Meira en eitt ár frá því að VG og Samfylking tóku við stjórnartaumum. Hver er staðan? Jú atvinnuleysi er á níunda prósentinu  - kannski verið á köflum minna en menn óttuðust  -en fer vaxandi –  frú forseti fer vaxandi.Aðgerðaleysi stjórnvalda og seinagangur í að koma skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til raunverulegrar aðstoðar með almennri niðurfærslu veldur því að allt er stopp. Bankarnir nota skjól sem þeir fá frá aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til að afskrifa skuldir stórfyrirtækja og eignalausra eignarhaldsfélaga en stympast við að fara í raunverulegar almennar og gegnsæjar leiðréttingar á höfuðstól lána.Seðlabankinn hlýðir AGS og í skjóli aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar þverskallast við að lækka vexti. Vexti sem eru að sliga atvinnulífið og heimilin en eru góð búbót fyrir fjármagnseigendur sérstaklega þá sem sitja á krónubréfunum. – Margar góðar tillögur hafa komið fram á síðastliðnum 12 mánuðum til að leysa þennan vanda – en nei ríkisstjórnin velur aðgerðaleysið.

Ósamkomulag VG og Samfylkingar um stefnu í atvinnumálum – veldur m.a. því að umhverfisráðherra kemst upp með að túlka skipulagslög á nýjan hátt með ófyrirséðum afleiðingum og teygja umsagnar fresti út yfir öll velsæmismörk – afleiðingin er stöðvun allra framkvæmda sem innhalda virkjanir eða stóriðju.

Stöðugleika sáttmálinn er í uppnámi – SA hafa lýst því margsinnis yfir – og núna síðast vegna fyrirhugaðra ætlana ríkisstjórnarinnar með stórfelldum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu svokölluðu skötuselsfrumvarpi – sem ríkisstjórnin fyrirhugar á næstu dögum að taka fyrir 3.umræði í þinginu.AS‘I og önnur launþega samtök auglýsa grimmt þessa daganna að þau krefjist að framkvæmdir verði boðnar út hið fyrsta.Niðurstaða þessarar upptalningar af stöðu atvinnulífsins er hvergi tæmandi – því miður  hér mætti fjalla um samgönguverkefni sem lofað hafi verið að færu í gang  aftur og aftur eins og Suðurlandsvegur – en ekkert gerist . Það mætti nefna Búðarháls – 3% af verkinu fara sennilega e-n tíma á árinu af stað  -700 milljónir af ca 20 milljörðum. ofl ofl mætti nefna.

Þrátt fyrir góð orð og vonandi raunverulegan vilja gengur ríkisstjórninni afleitlega að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Það gengur ekki lengur nú verða allir að taka saman höndum eins og okkur er að takast í ICESAVE málinu – finna samstöðu grundvöllinn og fara að framkvæma. Framsóknarflokkurinn er til.

-Framtíðin er í höndum okkar sjálfra. 

 


mbl.is Gríðarlegur endurnýjunarþróttur í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband